|
Hvernig er að vera andlegur í raun og veru
Kennsla Maitreya - miðlað af Margaret McElroy
Maður getur ekki talist raunverulega andlegur ef maður hefur snefil af reiði, ótta, efa, öfund og öðrum tilfinningum.
Já, maður getur sagt: "ég er andleg/ur" en ef þú hefur einhver neikvæð viðhorf til annarrar sálar, eða aðstæðna, þá getur þú ekki talist raunverulega andlega sinnaður í sannri merkingu þess orðs. Hversu mörg ykkar bregðast við aðstæðum sem þið vitið að þið ættuð ekki að bregðast við? Hvernig getur heimurinn orðið heill, ef einstaklings sálir geta ekki heilað sig. Hversu mörg ykkar eruð í vandræðum með bróðir ykkar, systir, móðir, faðir, vin eða vinnufélaga? Já, ég tala við þig sem svaraðir þessari lýsingu. Hvernig er hægt að breyta heiminum, áður en hinn innri friður er fundinn. Hversu oft stendur þú þig að því að réttlæta sjálfa/n þig? Hversu oft stendur þú þig að því að verða reið/ur við einhvern? Þvílík sóun á orku! Hugsaðu þér bara hvað þú getur gert með þeirri orku sem þú sóaðir? Þú gætir skapað eitthvað sem þú þráir, menntað þig, það eru svo margar leiðir til að nota orku á jákvæðan hátt. Því meira sem þú gerir þetta, því færari verður þú að skapa og búa til. Það ert þú sem velur að stoppa flæði neikvæðrar orku.
Ég get heyrt þig segja núna,"en viðkomandi mun ekki tala við mig" og ég svara "þarftu hana/hann í lífi þínu - þarfnastu þeirra raunverulega í lífi þínu." Þú ert hér fyrir þitt líf, ekki fyrir einhvern annan! Ef þú getur staðið fyrir framan Guð eins og þú þekkir þá orku og verið í þeirri VISSU að þú ert án sakar, það er það sem skiptir máli. Réttlæting þín við einhvern annan breytir ekki hlutunum vegna þess að það verða alltaf tvö sjónarmið, eins og ég skrifaði í öðrum skilaboðum, "hver manneskja hefur sinn sannleika. Ég segi þér, það gerist ekki, þú munt færast fram í þroskavitund vegna þess að þú munt ekki lengur vera föst/fastur í hinni gömlu orku réttlætingar. Þú munt ekki lengur þurfa að búa við staðnaða orku.
Slepptu því að hafa rétt fyrir þér, að vera sigurvegarinn, ekki gefa hverju sem er orku. Hvaða máli skiptir það nema fyrir sjálfið sem ÞARF að gera þetta, því þetta er það sem það heldur að það verði að gera vegna hefðar í gegnum tíðina. Gangtu bara í burt. Leyfðu þessu að vera vandamál hins aðilans, ekki þitt. Gefðu því enga orku. Þú munt fljótlega sjá breytingar í lífi þínu. Já, það mun verða sorg við að sleppa, ef til vill hafa aðstæður verið svona í gegnum mörg líf, hins vegar, munið það bara að það lagast fljótt. Heilunar ferlið hefst um leið og þú hefur sleppt!
Maitreya
Efst á síðu
Kennsla Maitreya
Heim
Beint á síðu http://maitreya.co
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur |
|