Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Hver er Guð?

 

12. október 2009

Kennsla Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Hver er Guð? Guð er ekki persóna, sál eða vera. Guð er orka, „Hreinn kærleikur.” Hann er æðsta orka alheimsins. Hann hefur ekki vott af neikvæðum hugsunum. Hann er hrein vitund æðra sjálfsins í hverju og einu ykkar. Hann er sá kraftur sem þið getið nýtt fyrir ykkar eigin þroska og útvíkkun.  Þessi máttur dæmir ekki. Hann veit að sérhver sál hefur sínar eigin lexíur og lærdóm að fást við. Hann er hvorki faðir né móðir, sem bíður eftir því að skammast, hann er ekki heldur sá Guð sem margir segja að maður þurfi að hræðast. Þegar mannkynið nær loksins til þessarar orku, þá er hún svo undurfögur, að engin hefur getað lýst því. 

Þessi orka er innra með ykkur, hverju og einu bíðandi þess að hún vakni, svo að það sé hægt að nota hana fyrir framþróun mannkynsins. Hins vegar, sjálfið, óttinn, efinn, óöryggið og allar aðrar neikvæðar tilfinningar, sem margir þekkja sem „djöfullinn” eða „Satan” mun gera allt sem er í hans valdi til þess að hindra ykkur í því að ná alsælu sameiningunni við orku æðra sjálfsins.

Ef þú segist vera andleg manneskja  -  ef þú ert á andlegu brautinni  -  þá muntu ekki hata nokkra sál, né fyrirlíta. Þá mun bara vera kærleikur í hjarta þínu til annarra sálna, sama hvaða aðstæðum þær kunna að vera í, sama hvað þær eru að ganga í gegnum, eða hvað þær geta verið að gera þér. 

Þessi orku máttur þekktur sem Guð er öll þekking og viska. Þegar þú sameinast þessari orku þá hefur þú það sem Páll lýsti í Kórintubréfinu í bók kristinna manna, sem, „aðgangur að allri visku.”

Það geta allar sálir náð þessari sameiningu í þessu lífi. Sérhver sál getur fundið orkuna og kærleikann í þessum krafti. Þú getur gert það með því einfaldlega að hafa engin tengsl við nokkuð sem er neikvætt, með því að láta af öllu missætti í lífi þínu, með því að hefna hvorki né hata, með því að æfa þig í að gera allt með kærleika. Þegar þú getur gert það, þá munt þú vita hvernig orkan er sem margir þekkja sem Guð.

 

Maitreya.

 

Kennsla Maitreya

Efst á síðu

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur