Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Hvað gerist þegar þið biðjið? II

 

4. júní 2004

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy


Efist aldrei um að það sé hlustað á allar ykkar bænir. Almættið sem þið þekkið flest sem Guð, hlustar á allar ykkar bænir og óskir. Ykkar andlega leiðbeinanda er síðan bent á að gera allt sem hann getur til þess að aðstoða ykkur.

Leyfið okkur að útskýra fyrir ykkur í þessum hluta bréfanna um bænir, hvað gerist ef þið biðjið um eitthvað ákveðið, ykkur langar að finna ákveðna bók, eða að fá peninga til þess að aðstoða ykkur. Andlegur leiðbeinandi stjórnar þessu ferli og biður sína hjálpendur að aðstoða við að útvega það sem til þarf. Þetta gæti hins vegar verið óframkvæmanlegt vegna þess að afstaða plánetanna er ekki hagstæð.

Ef þið biðjið til dæmis um fjárhagslega aðstoð, en eruð á sama tíma með eitthvað í stjörnukortinu ykkar sem aftrar því að peningar geti komið til ykkar á þeim tímapunkti. Það gæti verið eitthvað sem þið þurfið að læra af þessu öllu. Ef það er hin ranga orka plánetunnar, þá getur orðið bið á afhendingunni um stundarsakir. Leiðbeinandi ykkar mun bíða eftir að þessi afstaða eða afstöður gangi yfir, bíða eftir hagstæðari afstöðu stjarnanna. Þetta getur verið ástæðan fyrir því að beiðni þinni er ekki svarað um leið.

Ef þið sendið út beiðni og hafið síðan traustið og trúna á að það muna verða, þá mun það gerast. Eigi að síður, ef þið segið „ég bað en ekkert gerðist, svo að ég trúi ekki“ og hélduð síðan áfram að hafa þá sannfæringu, þá stoppið þið orkuflæðið þegar það gæti komið.

Stundum geta leiðbeinendur og hjálpendur ykkar ekki aðstoðað ykkur þegar þið biðjið, en það mun einhvern tíman koma. Mörg ykkar biðjið og þegar þið haldið að bænin hafi ekki heyrst og þið efist, þá stoppið þið í raun og veru flæðið.

Auðvitað getur líka ykkar eigin undirmeðvitund verið hindrun fyrir bænir ykkar. Ef þið hafið þá trú í undirvitundinni að ykkur muni ekki ganga vel, að þið eigið ekki skilið að eignast peninga, að þið getið ekki öðlast það sem þið þráið, þá er það þetta sem þið fáið í lífinu. Það særir okkur í andlega heiminum að sjá að mörg ykkar fáið ekki þau tækifæri sem þið eigið skilið, vegna þess að það er svo fast mótað í undirvitundinni.

Þegar þið biðjið, verið þá viðbúin því að það muni taka einhvern tíma að færa ykkur það sem þið þráið inn í orkuna ykkar. Það er mikið unnið á okkar sviði, til þess að það verði öruggt að þið fáið að lokum það sem þið hafið beðið um. Það eruð ÞIÐ sem stoppið oft það orkuflæði.Maitreya

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur