Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Hlátur

 

24. nóvember 2008

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Hvað er langt síðan þið hlóguð innilega síðast? Það kemur mörgum á óvart að í fræðslunni minni tala ég um hversu gaman er í okkar heimi og hversu mikið við hlæjum. Það er grundvallaratriði í okkar heimi og þeir sem geta ekki hlegið og þeir sem hafa ekki tilfinningu fyrir góðum húmor þurfa að læra það þegar þeir snúa aftur heim eftir dauðann.

Hlátur er til þess að hreinsa orkustöðvakerfin. Innilegur hlátur, sem kemur frá innstu rótum hjartans getur haft jafn heilandi áhrif og heilunarorka hjá góðum heilara.Margir sem eru á jörðinni hafa gleymt því hvernig á að hlæja og hugsa aldrei um hversu gott það er fyrir heilsu þeirra og vellíðan. Einlægur hlátur og þá sérstaklega ef það fylgja tár getur verið jafn öflugur og heilunar verkfæri.

Reynið að vera glöð, mannkynið er svo alvarlegt á þessum tímum og á þessari öld. Ef þið eigið nú þegar við heilsufarsvandamál að stríða reynið þá að hlæja eins mikið og þið getið. Ykkur mun finnast það svo heilandi og hjálpa til við heilunar ferlið. Því meira sem þið hlæið því betra verður heilsufarið.

Maitreya.

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur