Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleši
Hugleišslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Hjónaband

 

Kennsla Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Peter hefur beðið mig um að tjá mig um hjónabandið í andlegu samhengi. Í fyrsta lagi, vil ég segja að við í andanum krefjumst ekki hjónabands. Það er val sem mannkynið tekur. Maðurinn gekk í hjónaband og það var aðallega skapað fyrir manninn til að hafa tak á konum. Það skiptir ekki máli hvort barn fæðist inn eða utan hjónabands, það er samt elskað af Guði. Staða þess breytir því ekki.

Í gegnum árin hefur hjónabandið orðið viðskipti, því meira sem þú getur eytt í brúðkaupið, því meiri virðingu fáið þið. Samt snýst hjónabandið ekki um föt, kökur eða gestamóttöku heldur skuldbindingu tveggja einstaklinga við hvort annað. Stundum þurfa tvær manneskjur að giftast, eins og í tilfelli Margaret miðilsins míns og Peter eiginmanns hennar. Þau áttu óloknum málum úr fortíðinni þar sem Peter strauk á brúðkaupsnóttinni með annarri konu. Í þessu lífi kaus hann að koma aftur og vera kyrr, það var mikið áfall fyrir hann þegar hann komst að þessu. Það skapaði heilmikla baráttu innra með honum og það er oft þessi barátta þegar það er karma í sambandi. Annar hvor makinn vill ennþá hlaupa í burtu!

Þegar tvær manneskjur koma saman ætti það að vera þeirra val hvort þær giftast eða ekki. Við krefjumst þess ekki af ykkur. Það er ykkar val. Í mörg ár neyddi kirkjan fólk til þess og öll börn sem fæddust utan hjónabands voru stimpluð bastarðar og þeim var látið líða eins og þau væru öðruvísi. Guð lítur ekki á neitt barn sem öðruvísi, þau eru öll hans börn. Ef þú velur að giftast, spyrðu sjálfan þig, þarf ég alla athöfnina? Oft muntu komast að því að þú þarft þess ekki. Ef þú velur athöfnina skaltu gera hana andlega. Oft koma tvær manneskjur saman til að klára karma og seinna á lífsleiðinni er ekki lengur neinn neisti eftir í sambandinu. Það er einnig í lagi að yfirgefa samband ef þið eruð óhamingjusöm. Ef karma er ekki lokið í þeim lærdómi, mun alheimurinn koma með annan félaga til að læra af aftur. Við gerum engar kröfur um neitt, þið, mannkynið veljið það sem þið þurfið og hvað þið gerið. Stjörnukortið ykkar mun gefa til kynna ef þið eigið að hafa fleiri en einn maka, ef sá möguleiki er fyrir hendi ættuð þið ekki að klára karma með einum maka. Það er ykkar val.

 

Maitreya.

 

Kennsla Maitreya

Efst á síðu

HeimBeint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur