Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Að færast inn í hærri tíðni – 3. hluti27. júlí 2009

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Einkenni sem geta tengst hækkandi orku, eða fótonorkunni.

Minnisleysi eða tilfinning fyrir því að vera utan við sig:


Þetta getur verið erfið reynsla vegna þess að það gæti verið að þið séuð búin að gleyma hvað þið höfðuð í kvöldmatinn þó það hafi verið fyrir klukkustund. ÞIÐ ERUÐ EKKI AÐ VERÐA MINNISLAUS. Þið eruð að færa virknina úr vinstra heilahveli, í hægra heilahvel. Það er verið að virkja svæði í heilanum til þess að takast á við þá háu orku sem er að koma inn. Miðlinum mínum fannst oft eins og hún væri að fá heilablæðingu og að hún gæti ekki tjáð sig, orðin sem hún sagði voru oft ruglingsleg og afbökuð. Þetta ástand mun ganga yfir, en það eru engar tímasetningar á því.

Verkir í eyrum og vandamál með heyrn:

Eitt einkenni hækkandi orkutíðni er að finnast hljóð verða of hávær. Allt í einu er eins og það sé svo mikill hávaði. Hundagelt í þriggja gatna fjarlægð getur virst vera í næsta húsi. Sumir upplifa að það sé einhver, eða eitthvað í eyrunum og hafa stöðugt þörf fyrir að vera að klóra sér. Það koma líka oft verkir í eyrun. Þetta er vegna þeirrar háu orku sem er að streyma inn.

Ofurviðkvæmni:
.

Þegar þið opnist fyrir hærri tíðni þá farið þið að verða einstaklega viðkvæm fyrir fólki, hljóðum og alls kyns hlutum. Það getur haft áhrif á miðtaugakerfið og getur verið frekar erfitt við að eiga. Það er gott að taka B-vítamín og fjölvítamín ef þið finnið fyrir þessum einkennum. Ef þið hafið ofnæmi fyrir þessum vítamínum athugið þá remedíur, eða Bach blómadropa gegn ofurviðkvæmni.

Þunglyndi:

Það er mjög algengt að finna fyrir þunglyndi vegna hækkandi orkutíðni. Háa orkan sem er að koma inn neyðir alla sjúkdóma, vírusa og allt sem hefur verið dulið í líkamanum að koma upp á yfirborðið. Þetta kemur oft fram sem þunglyndi. Leitið til andlegs ráðgjafa og reynið að komast að rótum vandans. Það gæti verið tengt fyrri lífum þannig að það er gott að athuga það líka. Verið ekki hrædd, það mun líða hjá og ykkur mun finnast þið svo létt þegar það er farið. Jónsmessurunni (St Johns Wort) getur hjálpað í sambandi við þunglyndi.

Blikkandi ljósaperur og hvissandi rafmagn:

Miðillinn minn labbaði eitt sinni inn í nýsjálensku útvarpsstöðina í Aucklandi og öll stjórntæki urðu óvirk. Þegar hún gekk inn í sjónvarpsstöðina í Los Angeles við gerð sjónvarpsþáttar fóru öll ljósin að blikka. Hún er líka í vandræðum í stúdíóum og við hljóðritun geisladiska. Ef þetta er raunin hjá ykkur þá eruð þið að ná mjög háu tíðnisviði og munið líklega verða mikilvægir heilarar eða miðlar fyrir andlega heiminn. Það er vegna þess að það er einstaklega há orka að koma inn í líkamann. Það má líkja því við að það séu að koma 50.000 volt inn á sama tíma. Það er ekki bara líkaminn sem getur ekki höndlað þetta, heldur fer rafmagn í gegnum líkamann og út aftur. Þegar það gerist þá hefur það áhrif á öll rafmagnstæki.

Fótonorkan sjálf gerir það þegar hún kemur nær jörðinni. Það er eitt gott við það og það er að þið munið verða miklu færari um að takast á við fótonorkuna heldur en hin venjulega manneskja á götunni.

Viðbrögð dýra:

Þið munið finna að hundar, kettir og önnur dýr munu verða meðvituð um orkuna ykkar og annað hvort verða hrædd við hana, eða vilja vera stöðugt inn í henni. Mörg dýr fá aldrei nóg af orkunni. Önnur eru svolítið hrædd vegna þess að þau skilja hana ekki. Þetta mun hverfa eftir því sem líkami ykkar venst hinni háu orku.

Fæðubreytingar:

Þegar þið hækkið tíðnina þá munið þið finna að ykkur langar ekki lengur í þá hluti sem ykkur langaði í áður. Fólk fer að sleppa kaffi, te og kjöti, en það eru þrjár fæðubreytingar sem fólk gerir oft þegar það hækkar í tíðni. Kjöt er einstaklega þétt og getur vissulega haft áhrif á orku líkamans, sérstaklega ef það inniheldur hormón. Þið getið fundið fyrir þörf að borða ákveðin mat, eða hætta að borða uppáhalds matinn ykkar. Það er eðlilegt og hluti af þeim breytingunum sem gerast við hækkandi orkutíðni. Ef þið finnið að þetta er að gerast, þá skuluð þið leyfa því að gerast og kanna nýja möguleika.

Þegar þið hækkið tíðnina þá munið þið fara í gegnum mismunandi vitundarstig. Þegar þið byrjið að breytast þá farið þið inn á tungl stigs vitundina. Það er þarna sem þið byrjið að þróa skyggnigáfu og heilunar hæfileika og verðið næmari. Þetta vitundarstig tekur venjulega um það bil fimm ár.

Næsta stig er sólar vitundarstig. Á þessu stigi verði þið ennþá innstilltari og þið byrjið að heila og hreinsa vandamál úr orkulíkömunum. Fyrir ykkur sem vitið það ekki, við erum ekki bara efnislíkaminn, við erum líka með tilfinningalíkama, hugarlíkama og andlega líkama. Á sólar vitundarstiginu hreinsum við öll vandamál á þessum svæðum. Það tekur venjulega þrjú til fimm ár að fara í gegnum þetta. Margir fara aldrei hærra því þetta er mjög hátt vitundarstig.

Stellar vitundarstigið er næsta skref en það er bara fyrir þá sem eru að fara að vinna á mjög háu stigi á andlega sviðinu. Það að ná Stellar stiginu þýðir að þið hafið hreinsað allar orkustöðvarnar og tekist á við allt karmað og að þið séuð hreinn miðill fyrir andlega heiminn. Næsta skref er sameining við hinn guðlega kraft, Guð, almættið eða hvað það er sem þið viljið kalla hinn æðsta kraft og það er vissulega aðeins mögulegt fyrir mjög andlega kennara.

Tilgangur fótónorkunnar er að hækka orkutíðni jarðarinnar. Hún hreinsar í burtu allt það gamla og neikvæða á jörðinni svo að hin nýja fræðsla geti átt sér stað og hún hjálpar mannfólkinu að hækka orkutíðnina sína. Þetta mun valda miklu róti í heiminum. Það munu verða náttúruhamfarir - þær eru nú þegar - og meira á eftir að verða. Þegar það verður gengið yfir þá mun mannkynið hafa breyst, það verður ekki lengur uppfullt af egói, eða sjálfi og vill ekki lengur stríð. Þá verður friður í þúsundir ára.

Bjóðið fótonorkuna velkomna inn í líf ykkar, leyfið breytingunum að verða. Ekki streitast á móti, (þið getið það ekki, þið mynduð tapa). Reynið að hlæja þar sem þið eruð stödd -  það á ekki að taka lífinu alvarlega. Þegar eitthvað dregur ykkur niður horfið þá á hvað er að gerast í heiminum. Verið þakklát fyrir það sem þið hafið. Mörg ykkar munið vinna fyrir andlega sviðið í framtíðinni til þess að gera þennan heim að betri stað. Til þess að gera það, þá þurfið þið að fara upp á þeirra stig. Það er það sem fótónu orkan er að hjálpa ykkur með. Njótið ferðalagsins!Maitreya

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

 

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur