| 
     
       
      Hækkandi orkutíðni – 1.  hluti 
      
        
      16. júlí  2009 
         
        Boðskapur Maitreya - miðlað af Margaret McElroy 
   
      Nú  þegar árið 2012  nálgast, er jörðin að fara inn í tímabil þar sem tíminn, eins og þið hafið þekkt hann verður ekki lengur til. Þetta hefur margvíslegar  afleiðingar. Eitt af því sem gerist er að líkami ykkar  bregst við hækkandi orkutíðni, sem nú streymir inn í orkusvið jarðarinnar. Þessi  orkutíðni, oft kölluð fótónorka, hefur sérstakan tilgang. Orkuröndin hefur verið að nálgast jörðina síðan 1982 og hefur ótrúleg  áhrif á þá sem eru mótttækilegir fyrir henni. Hún hraðar tímanum eins og þið  þekkið hann og mun að lokum fara út úr línulegum tíma. Þessi orka er líka  ástæða þess að þúsundir leita í það andlega,  í allskyns heilanir – hvort sem það er líkamleg, tilfinningaleg, hugræn eða andleg heilun. Orkan veldur því einnig að margir, sem áður unnu venjuleg störf á skrifstofum, í verslunum eða verksmiðjum eru nú að snúa sér að heilunarstörfum, bæði í hlutastarfi og fullu starfi.  
         
  Eftir því sem árið 2012 nálgast mun þetta orkuband - vegna  þess að þetta er orkuband - færast nær jörðinni.  Það hefur ekki einungis áhrif á tímann eins og þið hafið þekkt hann, heldur hefur það einnig líkamleg áhrif á ykkur. Mjög fáar bækur hafa verið skrifaðar um þetta efni, og þær sem eru til, eru oft svo tæknilegar að sérhæfð orðabók væri nauðsynleg til að skilja hugtökin. Ástæðan fyrir því að ég skrifa um þetta er sú að mikilvægum upplýsingum er ábótavant. Ég vona að þetta muni  hjálpa mörgum sem eru að vaxa á andlegu sviði, eru í andlegri leit, eða eru  að  opnast fyrir skilningi á þessum orkubreytingum og áhrifum þeirra. 
   
  Þessar breytingar eiga sér stað vegna þess að við í andlega  heiminum erum að aðstoða ykkur við  að hækka orkutíðnina ykkar, svo þið getið  tekist á við hina háu tíðni sem jörðin er fara inn í. Þið hafið eflaust tekið eftir (hver hefur ekki tekið eftir því) að tíminn, eins og þið þekkið hann er hraðari.  Einu  sinni virtust þið hafa allan heimsins tíma - þið fóruð á fætur á morgnana og tíminn  leið mjög hægt. Þið náðuð að sinna öllum verkefnum dagsins áður en kvöldið tók við og svo fóruð þið að sofa. En nú virðist dagurinn hverfa í einu vetfangi. Þið eruð rétt komin á fætur og það er komið hádegi. Þið spyrjið ykkur: "Hvert fór dagurinn?" Allt í  einu er komið kvöld og þið hafið ekki gert neitt af því sem þið ætluðuð að gera, tíminn hefur horfið út í loftið.  Ástæðan fyrir þessari breytingu er fótónorkan. 
   
        Ef þið hafið opnast andlega, eruð á ykkar  leið, eða eruð  ljósberar (sumir eru jafnvel nú þegar að vinna fyrir  andlega sviðið) þá er nokkuð víst að þið munið upplifa eitt eða fleiri af þeim einkennum sem ég mun skrifa um á næstu dögum. Þegar orkutíðnin á jörðinni breytist, mun líkami ykkar einnig breytast. Margir munu ekki ná að aðlagast þessari nýju orku og munu taka ómeðvitaða ákvörðun um að yfirgefa jörðina, hvort sem það verður fyrir eigin hendi, eða vegna slysa.  Það verður samkvæmt þeirra eigin  ákvörðun hvenær það gerist. Fyrir þá sem halda áfram inn í fótónorkuna, það verður ekki bara tíminn sem breytist, heldur geta fylgt ýmis önnur einkenni.  Ef þú ert ein/n af þeim sem finnur fyrir þessum einkennum,  þá skaltu ekki hafa áhyggjur. Þú ert ekki ein/einn -þúsundir annarra  eru að upplifa það sama. 
         
        Pólskipti jarðarinnar hafa verið rædd í mörg ár, umtalsverðar breytingar sem áttu að eiga sér stað um aldamótin. Jæja, breytingarnar eru hafnar og fáir voru undirbúnir. Þær eru í gangi núna  "Kristsorkan" er að undirbúa þá sem eru að bíða eftir nýrri öld. Á sama tíma koma breytingarnar "eins og þjófur að nóttu," eins  og Kristur sagði um endurkomu sína. Fótónorkan er eins og vírus - hún kemur hægt og hljóðlega án þess að vekja mikla athygli. Engin er  fullkomlega undirbúin og flest fjölmiðlafólk hlær  þegar því er sagt frá þessu. 
   
  Þessi orka hefur áhrif á allar ykkar  samskiptaleiðir - rafmagnslínur, tölvur og í raun allt sem tengist raforku.  Í a.m.k. tveimur tilfellum í US hafa orðið veruleg spennuföll þar sem ekki hefur verið hægt að rekja orsökina. Það er ekki hægt, vegna þess að engin hefur áður séð neitt þessu líkt, og þetta mun vissulega breyta því hvernig þið hugsið um  raforku í framtíðinni. Á næstu þremur árum munu fleiri svæði á jörðinni  upplifa spennuföll, án þess að hægt sé að útskýra af hverju það gerist.  
   
  Þeir sem eru innstilltir á fótónorkuna þurfa ekki að  óttast. Þeir munu hafa unnið með sjálfa sig, losað  hindranir  sínar og náð að tengjast hærri  andlegri vídd, eða tíðni. Þeir hafa einnig  gengið  í gegnum margar af þeim breytingum sem ég hef fjallað um í þessu bloggi, og eru því orðnir betur stilltir inn á hærri orku. Fótónorkan mun  ekki hafa neikvæð áhrif á þá þar sem þeir hafa unnið með sig - losað karma, horfst í augu við eigið sjálf og leyst upp vandamál sem hafa  blokkerað þá í þessu og fyrri lífum. Lykillinn er að læra að lifa í NÚINU. Ekki hafa áhyggjur  af fortíð eða framtíð. Þá verður auðveldara að takast á við áhrif fótónorkunnar.  
   
      Hverjar eru  þessar breytingar sem fram undan eru og  hvernig munu þær hafa áhrif á ykkur? Á næstu dögum mun ég telja upp flest þau  einkenni sem fylgja breytingunum, og ef mögulegt er, hvernig best er að takast á við þær. Sumar  breytingar munu krefjast þess að þið vinnið ykkur í gegnum þær sjálf, á meðan þið finnið lausnir fyrir aðrar sem auðvelda ykkur að ráð við þær. Þið eruð að hækka tíðnisvið ykkar til þess að samræmast þeirri tíðni sem jörðin sjálf er á. Miðillinn minn, sem hefur persónulega gengið í gegnum þetta ferli, veit að það er ekki auðvelt. Hún komst í gegnum  það og þessi skrif verða handbók um reynslu hennar til að hjálpa ykkur að takast á við það sama.  
       
      Margaret, miðillinn minn, fór í gegnum miklar breytingar á  tólf ára tímabili, frá  1984 til 1996. Þetta var erfitt tímabil, en hún er þakklát fyrir að hafa komist í gegnum það. Hún vann sig í gegnum hindranir sínar, og orkustöðvar hennar eru núna hreinar og virkar.  Ljósorka flæðir  nú greiðlega  í gegnum líkama hennar og hún er orðin kraftmikill  heilari, skyggnigáfan er skörp og hún er hreinn miðill fyrir Kristsorkuna. Þessi orka  bíður þess að flæða í gegnum fleiri. Hún starfar nú sem kennari, heilari og  andlegur ráðgjafi, en hefði ekki getað náð þessum árangri án þess að ganga í gegnum  þessar umbreytingar. Þið verðið ekki  fær um það heldur, án þess að fara í gegnum ykkar eigin breytingar.  Munið bara að þið  eruð ekki ein í þessu ferli - það eitt ætti að hjálpa ykkur. 
      Maitreya 
       
Efst á síðu 
      Kennsla Maitreya 
      Heim 
        
    
    Beint á síðu http://maitreya.co 
    © Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur  | 
      |