Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Guðspeki

10. febrúar 2010

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElory

Ég hef mörgum sinnum verið spurður út í Guðspeki. Hvort ég styðja hana? Er ég partur af henni? 

Svarið við því er, „Já og nei.“ Já, vegna þess að hún er partur af mörgum trúarbrögðum í heiminum í dag, það eru þeir sem trúa því að þetta sé leiðin til þess að fræðast um hið andlega. Já, ég styð það vegna þess að það getur verið að dyr opnist að nýjum heimi fyrir þær sálir sem eru að leita og finna guðspeki.

Svarið nei, getur líka átt við. Það er þannig, vegna þess, að þær sálir sem vilja ekki vera tengdar guðspeki, sem finnst erfitt að skilja indverskuna og leiðir guðspekinnar, ég kem með svolítið annað fyrir þau: mjög einfalda fræðslu. Margar sálir vilja ekki vera innan kirkjunnar, félagasamtaka, trúarbragða eða andlegra hópa. Þær vilja bara þjóna á andlega sviðinu. Skrif mín eru fyrir þá. Margir hafa sagt að þeim finnist mjög erfitt að skilja guðspeki. Ég opna aðrar dyr fyrir það fólk. Margar sálir fá mikla uppörvun og andlegheit í guðspekinni. Hins vegar eru sálir sem vilja ekki vera innan þeirrar hugmyndafræði.

Ef maður er raunverulega andlegur þá er hægt að samþykkja allar hugmyndir um það andlega, og velja að meðtaka það sem maður þarf. Fyrir þá sem eru andlegir og finnst erfitt að skilja hvers vegna það eru svona mörg mismunandi sjónarhorn á því andlega, myndi ég svara með því að segja: „Það eru margar mismunandi sálir á jörðinni í dag. Sérhver sál hefur sína eigin tíðni og það er eins með andlegu orðin. Þeir hafa líka rétt á sér sem leggja stund á kristna trúfræði. Það er pláss á jörðinni fyrir allar skoðanir. Þær sálir sem eru að leita munu finna það sem hentar þeim. Það ætti að leyfa þeim að gera það."

Maitreya.


Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur