Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Gleðjist og njótið lífsins

 

25. september 2003

Skilaboð Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Margar sálir sem vinna fyrir okkur á jörðinni halda að þær verði að vinna og megi ekki gefa sér tíma fyrir leik og gleði. Þær halda að við meistararnir verðum ekki ánægðir með þau ef þau myndu gera það, en það verður að vera jafnvægi í lífinu. Það þarf að vera leikur og starf til þess að hafa jafnvægi.

Annar misskilningur er sá að þið haldið að við í andlega heiminum höfum ekki gaman, bara ef þið vissuð! Ef þú hefur séð okkur fyrir þér sitjandi á skýjum með vængi, eða eitthvað álíka, þá verður þú fyrir vonbrigðum þegar þú yfirgefur jörðina og snýrð aftur heim. Það er svo gaman hjá okkur! Það eruð þið á jörðinni sem eruð erileg gog vitið ekki hvernig á að njóta lífsins. Þetta er venjulega vegna ástands ykkar, trúarbragða, trúar, eða þeirrar sannfæringar að þeir sem eru andlegir megi ekki skemmta sér!

Ég vildi að þú gætir séð okkur í andlega heiminum. Samkomurnar, gleðina sem við höfum og hversu mikið við hlæjum. Þótt tilvist okkar sé öðruvísi en á jörðinni, vegna þess að við höfum ekkert lægra sjálf í andlega heiminum, það er alveg öruggt að við í andlega heiminum erum hvorki trúarleg né heilög - það væri bara leiðinlegt! Við vinnum samt mikið fyrir almættið (Guð eins og þið þekkið þessa orku). Hins vegar nýtum við líka tækifærin til þess að hafa gaman eins oft og við getum.

Margar sálir reyna svo mikið að vera „andlegar“ að þær neita sér um ánægju og gleði. Þetta er eins og því hefur verið lýst í aldaraðir á jörðinni. Að vera andleg snýst ekki um að vera heilög, trúuð og afneita sjálfum sér. Það er um að fara inn á við og ​​virkilega að skoða sjálfan sig. Að vera sjálfum sér trú og gera nauðsynlegar breytingar til þess að vera hamingjusöm og ánægð með lífið, lífið sem ÞIÐ eigið. Á meðan eiga miklar breytingar sér stað, já, maður þarf að fara út úr þægindahringnum og margt fleira. Hins vegar hefur maður ennþá orku til þess að njóta lífsins og hafa gaman. Þú ert skapari þíns eigin raunveruleika! Ef þú ert einn af vinnufíklasálunum sem lest þetta, finndu þér þá tíma til þess að leika þér og hafa gaman. Trúðu mér, ef þú gerir það, þá getur þú komið meiru í verk með afslappaðan huga. Þú verður ekki eins stressuð/aður en færð hamingju í staðinn. Hvers vegna ekki að gefa því tækifæri?

 


Maitreya.

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur