Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Gagnrýni

 

Kennsla Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Nú á tímum hafa svo margir á jörðinni tilhneigingu til þess að dæma aðra. Þegar maður dæmir aðra þá dæmir maður sjálfan sig. Það er sjálfið sem dæmir. Af hverju þurfið þið að gera þetta? Þið eruð hvert og eitt einstaklingar, hver með sínar lexíur til þess að læra, allt er fullkomið í alheiminum og ef það er þannig þá er allt eins og það á að vera. Þegar maður gagnrýnir þá verður maður dómari og kviðdómur. Samt er bara einn dómari og það er hinn almáttugi, eða Guð eins og mörg ykkar þekkið þessa orku, hinar stórkostlegu akasa, þar sem allar skuldir eru geymdar. Ef þið dæmið aðra þá eruð þið verri en sá sem þið dæmið vegna þess að þið brjótið hin miklu alheimslögin.

Þegar maður dæmir aðra þá er maður að segja að þeir hafir gert þetta rangt og hvernig vitið þið að þeir gerðu rangt? Eruð þið Guð? Eða hinn almáttugi? Á sama tíma haldið þið sjálfum ykkur mjög mikið niðri á andlega sviðinu með þessari gagnrýni. Bara vegna þess að ykkur FINNST og þið HALDIÐ að þetta sé rangt er engin afsökun. Engin hefur rétt til þess að dæma aðra.

Á þessari jarðar pláentu hefur hvert og eitt ykkar einhvern tíman dæmt aðra. Af hverju gerið þið þetta?  Það er sjálfið sem gerir þetta. Æðra sjálfið myndi aldrei gera þetta vegna þess að æðra sjálfið er tengt við þann alvitra, eða Guð.  Það veit að allir hafa sína leið og sína ástæðu fyrir að gera hlutina eins og þeir gera þá.

Setningin í ykkar kristnu Biblíu "Það er ég sem dæmi segir herrann" er svo sönn. Aðeins sá almáttugi eða Guð hefur hæfnina til þess að dæma og þegar hann hefur litið yfir aðstæðurnar, þá merkir hann í akasa skrána. Ég hef mörgum sinnum heyrt marga segja, "ég geng á Guðs vegum."  Allir hafa einhvern tíman í tilveru sinni í gegnum sínar mörgu endurfæðingar gert nákvæmlega það sem þið eruð að gera núna, að dæma. Ekki dæma aðra, hvorki vegna persónulegra né viðskiptalegra ástæðna.  Með því að gera það þá leggið þið svo mikið karma að fótum ykkar.

Maitreya

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur