Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

 

 

 

 

Fyrri lífa orka


15. febrúar 2007


Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Þið gerið ykkur ekki grein fyrir því sem er djúpt í undirmeðvitundinni. Hver einasta endurfæðing sem þið hafið gengið í gegnum er í sálar minninu. Ef þið hafið farið í gegnum áfall, hryggð, sorg eða aðrar tilfinningar í fyrra lífi og hafið ekki hreinsað þessa orku út þá er það í undirmeðvitundinni. Þið eruð undrandi af hverju þið gangið í gegnum sársauka og þjáningar. Þið kallið á Guð, „af hverju er ég að lenda í þessu?"

Oftar en ekki er það vegna þess að þetta er komið til vegna karma og þið hafið ákveðið að ganga í gegnum það til að losa ykkur undan því til þess að geta haldið áfram. Þið hafið valið að fást við þetta vandamál í þessu lífi. Þegar þið vinnið ykkur í gegnum þessa reynslu og takist á við hana þá léttist orkan og þið eigið auðveldara með að skapa það sem þið þurfið og þið losnið við heilsu vandamál ykkar. Það eruð ÞIÐ sem leyfið þessu að vera innra með ykkur. Það eruð þið sem tókust ekki á við tilfinningarnar í fyrri lífum, vegna þess að þetta er orka (meira að segja, stöðnuð orka) sem hefur verið að bíða eftir að ÞIÐ hreyfðuð við henni til þess að hreinsa hana út.

Ég hef oft verið spurður „Maitreya, af hverju get ég ekki hreinsað hana sjálf/ur? Af hverju getur þú ekki fjarlægt hana með því að senda mér heilun?” Svar mitt er að við í andlega heiminum þurfum mennskt verkfæri til að miðla orkunni okkar í gegnum til að vinna með þann sem þarf á því að halda. Við getum ekki komið til jarðarinnar þrátt fyrir að sumum sálum finnist það. Við verðum að vinna í gegnum miðil svo að okkar orka sé notuð á þann hátt sem þarf að nota hana.

Þið verðið að takast á við hindranir ykkar frá fyrri lífum og frá þessu lífi - já, mörg ykkar skapið hindranir þegar þið eruð yngri af því að þið vilduð ekki takast á við orkuna, hvað sem það var ykkur líkaði ekki við eða vilduð ekki horfast í augu við. Því fyrr sem þið takist á við hindranir ykkar án ótta ( í gegnum fyrri lífa skoðun) því fyrr getið þið hækkað í tíðni og færst upp í vitund.  Hvað er það sem ÞIÐ haldið innra með ykkur? Hvað er að aftra ykkur í að halda áfram? Þið yrðuð mjög undrandi á því, hvað það er sem þið geymið djúpt í undirmeðvitundinni.

Maitreya.

 

 

Kennsla Maitreya

Efst á síðu

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur