Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrri líf

 

2. febrúar  2005

Skilaboð frá Maitreya- miðlað af Margaret McElroy

Fjöldi sálna hefur skrifað mér og beðið mig að útskýra fyrirbærið fyrri líf. Auðvitað trúa ekki allir á þetta fyrirbæri, en ég verð samt að angra ykkur með því að þið getið átt mörg líf. Þið eruð sálir á ferðalagi til þess að reyna að fullkomna ykkur. Þið endurfæðist til þess að velja reynslu sem gerir ykkur kleift að þroskast og fullkomna ykkur. Eigi að síður, þá fara hlutirnir stundum á annan veg en þið ætluðuð. Þegar það gerist og sérstaklega ef einhver annar aðili er særður vegna ykkar verka, því að sérhverju verki fylgir gagnverkun, þá er það þannig að þegar þið farið í andlega heiminn þá takið þið ákvörðun um það hvort þið viljið endurgreiða karmað á jörðinni, eða hvort þið viljið vinna í andlega heiminum til þess að endurgreiða þessa orku. Þið veljið hvað þið gerið.

Ef þið farið til jarðarinnar þá veljið þið reynslu og það líf sem þið viljið lifa. Þið og aðeins þið veljið það. Það getur verið eins auðvelt eða erfitt og þið kjósið, það er ykkar að ákveða það. Hvert líf er einstök reynsla og þið getið aðeins verið ein sál í hverju lífi. Til dæmis getur Margaret miðillinn minn ekki snúið aftur til jarðarinnar sem Margaret. Það að vera Margaret er einstakt fyrir hana í einu lífi. Hún getur eigi að síður valið að læra lexíur sem hún hefur ekki lært í þessu lífi, í öðru lífi sem önnur persóna. Í fyrra lífi var Margaret til dæmis miðill og heilari eins og hún er núna. Hún kom til að aðstoða mannkynið við að þróast. Samt óttaðist hún mjög mikið að verða hædd fyrir það sem hún var að gera og þá sérstaklega á opinberum vettvangi. Hún óttaðist líka fleira og þó að hún kæmi til að gera kennsluna auðvelda þá gerði hún hana samt sem áður mjög flókna, svo flókna að þegar hún hafði skrifað bók þá þurfti að skrifa aðra bók til að útskýra fyrri bókina. Hún hafði líka valið að vinna á opinberum vettvangi en forðaðist það.

Margaret valdi að koma aftur til að lagfæra það sem hún hafði áður gert öfugt svo að í þessu lífi hefur hún horfst í augu við óttann sinn, hún þurfti að takast á við opinbera niðurlægingu í því sem hún var að gera og það á mjög opinberan hátt. Hún bjó líka til vefsíðuna með fyrrverandi manninum sínum Peter Luke og eins og mörg ykkar geta séð þá eru skrifin sem hún miðlar í raun og veru mjög einföld. HÚN GETUR EKKI LIFAÐ ÞETTA LÍF AFTUR VEGNA ÞESS AÐ HÚN HEFUR LÆRT MEGNIÐ AF LEXÍUNUM.
Lífið getur aldrei orðið það sama, ekki einu sinni hjá sálum sem læra ekki margar lexíur eða takast ekki á við óttann sinn. Hvert líf er einstakt. Eftir hvert líf þá ákveður sálin hvort hún muni snúa til jarðarinnar, í aðra vídd, EÐA hvort hún muni dvelja áfram í andlega heiminum og þjóna þar til að endurgreiða skuld sem hún hefur unnið til í síðasta lífi. Sál getur snúið aftur til jarðarinnar á hvaða tímabili sem er, það er engin sérstök tímaröð eins og maður heldur á jörðinni, ef maður vill getur maður valið að fæðast inn í egypskt líf eða líf á tímum Elísabetar I. (1558-1603)

ÞIÐ eruð skaparar ykkar eigin lífs. Æðra sjálfið hefur minningar fyrri lífa, EKKI sjálfið og á meðan æðra sjálfinu er ekki gert kleift að komast fram hjá lægra sjálfinu þá er yfirleitt ómögulegt að ná fram fyrri lífum til þess að hreinsa þau út. Þetta er ástæðan fyrir því hversu margar sálir eiga erfitt með að fá aðgang að fyrri lífa minningum. Orku þess er samt sem áður hægt að hreinsa út með nærveru heilara eða manneskju sem er þjálfuð sem fyrri lífa meðferðaraðili. Þegar nægjanleg orka æðra sjálfsins er til staðar, þá og aðeins þá, er hægt að hreinsa út fyrri lífa minningar.

Maitreya

 

Past life

 

Message from Maitreya - Channel Margaret McElroy

Many souls have written to me asking if I can explain the past life phenomenon. Of course, not everyone believes in this phenomenon, but I still have to bother you with the fact that you can have multiple lives. You are souls on a journey to try to perfect yourselves. You are reborn to choose experiences that allow you to grow and perfect yourself. However, sometimes things go the other way than you planned. When that happens, and especially if someone else is hurt by your actions, because every action has a reaction, then when you go to the spiritual world, you make a decision whether you want to repay the karma on earth, or whether you want to work in the spiritual world to repay this energy. You choose what you do.

If you go to earth, you choose the experience and the life you want to live. You and only you choose it. It can be as easy or as difficult as you prefer, it's up to you. Each life is a unique experience, and you can only be one soul in each life. For example, my medium Margaret cannot return to Earth as Margaret. Being Margaret is unique to her in one lifetime. She can nevertheless choose to learn lessons she has not learned in this life, in another life as a different character. In a past life, for example, Margaret was a medium and a healer, as she is now. She came to help humanity evolve. Still, she was very afraid of being ridiculed for what she was doing, especially in public. She also feared more, and although she came to make teaching easy, she still made it very complicated, so complicated that when she had written a book, another book had to be written to explain the first book. She had also chosen to work in the public sector but avoided it.

Margaret chose to come back to repair what she had done before so in this life she had faced her fear, she had to face the public humiliation of what she was doing and in a very public way. She also created the website with her ex-husband Peter Luke, and as many of you can see, the writing she shares is actually very simple. SHE CANNOT LIVE THIS LIFE AGAIN BECAUSE SHE HAS LEARNED MOST OF THE LESSONS.

Life can never be the same, not even for souls who don't learn many lessons or face their fears. Every life is unique. After each life, the soul decides whether it will return to earth, to another dimension, OR whether it will remain in the spiritual world and serve there to repay the debt it has earned in the last life. A soul can return to earth at any time, there is no particular time sequence as one holds on earth, if one wishes one can choose to be born into an Egyptian life or a life during the time of Elizabeth I. (1558-1603)

YOU are the creator of your own life. The higher self has past life memories, NOT the self, and while the higher self is not allowed to bypass the lower self, it is usually impossible to impossible to reach past lives in order to clear them out. This is why many souls have difficulty accessing past life memories. However, its energy can be cleared through the presence of a healer or person trained as a past life therapist. When sufficient Higher Self energy is present, then and only then can past life memories be cleared.


Maitreya.

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur