Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrri líf

 

2. febrúar  2005

Skilaboð frá Maitreya- miðlað af Margaret McElroy

Fjöldi sálna hefur skrifað mér og beðið mig að útskýra fyrirbærið fyrri líf. Auðvitað trúa ekki allir á þetta fyrirbæri, en ég verð samt að angra ykkur með því að þið getið átt mörg líf. Þið eruð sálir á ferðalagi til þess að reyna að fullkomna ykkur. Þið endurfæðist til þess að velja reynslu sem gerir ykkur kleift að þroskast og fullkomna ykkur. Eigi að síður, þá fara hlutirnir stundum á annan veg en þið ætluðuð. Þegar það gerist og sérstaklega ef einhver annar aðili er særður vegna ykkar verka, því að sérhverju verki fylgir gagnverkun, þá er það þannig að þegar þið farið í andlega heiminn þá takið þið ákvörðun um það hvort þið viljið endurgreiða karmað á jörðinni, eða hvort þið viljið vinna í andlega heiminum til þess að endurgreiða þessa orku. Þið veljið hvað þið gerið.

Ef þið farið til jarðarinnar þá veljið þið reynslu og það líf sem þið viljið lifa. Þið og aðeins þið veljið það. Það getur verið eins auðvelt eða erfitt og þið kjósið, það er ykkar að ákveða það. Hvert líf er einstök reynsla og þið getið aðeins verið ein sál í hverju lífi. Til dæmis getur Margaret miðillinn minn ekki snúið aftur til jarðarinnar sem Margaret. Það að vera Margaret er einstakt fyrir hana í einu lífi. Hún getur eigi að síður valið að læra lexíur sem hún hefur ekki lært í þessu lífi, í öðru lífi sem önnur persóna. Í fyrra lífi var Margaret til dæmis miðill og heilari eins og hún er núna. Hún kom til að aðstoða mannkynið við að þróast. Samt óttaðist hún mjög mikið að verða hædd fyrir það sem hún var að gera og þá sérstaklega á opinberum vettvangi. Hún óttaðist líka fleira og þó að hún kæmi til að gera kennsluna auðvelda þá gerði hún hana samt sem áður mjög flókna, svo flókna að þegar hún hafði skrifað bók þá þurfti að skrifa aðra bók til að útskýra fyrri bókina. Hún hafði líka valið að vinna á opinberum vettvangi en forðaðist það.

Margaret valdi að koma aftur til að lagfæra það sem hún hafði áður gert öfugt svo að í þessu lífi hefur hún horfst í augu við óttann sinn, hún þurfti að takast á við opinbera niðurlægingu í því sem hún var að gera og það á mjög opinberan hátt. Hún bjó líka til vefsíðuna með fyrrverandi manninum sínum Peter Luke og eins og mörg ykkar geta séð þá eru skrifin sem hún miðlar í raun og veru mjög einföld. HÚN GETUR EKKI LIFAÐ ÞETTA LÍF AFTUR VEGNA ÞESS AÐ HÚN HEFUR LÆRT MEGNIÐ AF LEXÍUNUM.

Lífið  getur aldrei orðið það sama, ekki einu sinni hjá sálum sem læra ekki margar lexíur eða takast ekki á við óttann sinn.  Hvert líf er einstakt. Eftir hvert líf þá ákveður sálin hvort hún muni snúa til jarðarinnar, í aðra vídd, EÐA hvort hún muni dvelja áfram í andlega heiminum og þjóna þar til að endurgreiða skuld sem hún hefur unnið til í síðasta lífi. Sál getur snúið aftur til jarðarinnar á hvaða tímabili sem er, það er engin sérstök tímaröð eins og maður heldur á jörðinni, ef maður vill getur maður valið að fæðast inn í egypskt líf eða líf á tímum Elísabetar I. (1558-1603)

ÞIÐ eruð skaparar ykkar eigin lífs. Æðra sjálfið hefur minningar fyrri lífa, EKKI  sjálfið og á meðan æðra sjálfinu er ekki gert kleift að komast framhjá lægra sjálfinu þá er yfirleitt ómögulegt að framkalla fyrri líf til þess að hreinsa þau út. Þetta er ástæðan fyrir því hversu margar sálir eiga erfitt með að fá aðgang að fyrri lífa minningum. Orku þess er samt sem áður hægt að hreinsa út með nærveru heilara eða manneskju sem er þjálfuð sem fyrri lífa meðferðaraðili. Þegar nægjanleg orka æðra sjálfsins er til staðar, þá og aðeins þá, er hægt að hreinsa út fyrri lífa minningar.

Maitreya.

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Ýmislegt

Heim

 

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur