Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

FYRIRGEFNING

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Fyrirgefning er lykillinn að samúð. Þú getur ekki hækkað í tíðni og hækkað vitundarstigið nema fyrirgefa þeim sem hafa sært þig. Reiði, gremja, hatur og aðrar neikvæðar tilfinningar tilheyra tilfinninga líkamanum og tilgangur lífs þíns á jörðinni er að læra að hafa stjórna á tilfinninga líkamanum. Tilfinninga líkaminn er orkan sem sjálfið lifir á, það felur þessar neikvæðu tilfinningar þar til einn daginn þegar þú átt síst von á því að reiðin, eða gremjan kemur upp á yfirborðið og nær þér algjörlega að óvörum.

Ekki halda í reiði! Ekki halda í gremju og hatur. Það er þessi orka sem er veldur átökum og ójafnvægi í lífi þínu. Hvaðan eru tilfinningar reiði, ergelsi, svekkelsi og haturs komnar? Þær koma úr minningum um að hafa verið særð, þær minningar geta verið úr þessu lífi eða fyrri lífum.

Oft veit fólkið sem særir þig ekki hvað það er að gera. Það getur hagað sér svona vegna eigin reiði og gremju. Þú þarft að skoða hvað liggur að baki sársaukanum til þess að skilja hvers vegna manneskjan gerði það sem hún gerði, að fara upp fyrir tilfinningar og sársauka og aðskilja þig nógu mikið frá þessum tilfinningum til þess að vera fær um að sjá hvers vegna hinn aðilinn gerði þetta. Þegar þú getur það, þá verður þú yfirleitt fær um að fá betri mynd af því sem gerðist. Þegar þú heldur í gremju og reiði gagnvart öðrum þá stoppar þú orkuflæðið sem þú hefur til að skapa. Þegar þú ert reið/ur við einhvern og getur ekki fyrirgefið þeim, þá ert þú bara að valda þér vanlíðan. Sá sem þú ert reiður út í hefur yfirleitt haldið áfram, en þú ert fastur í reiðinni þinni. Eftir því sem þú heldur meira í hana, því meira byggist hún upp, að lokum fer reiðin að éta þig upp með einhverjum hætti! Það getur komið í veg fyrir að þú hækkir í tíðni ef þú getur ekki fyrirgefið einhverjum.

Fyrirgefðu þeim sem særa þig, slepptu öllum vandamálum sem hafa með aðra að gera og spurðu sjálfa/n þig hvað er ég að læra af þessu? Þú getur fyrirgefið en ekki gleymt. Hins vegar er betra að gleyma og fyrirgefa. Hvernig fyrirgefur þú og hættir að vera reið/ur, fúl/fúll, óánægð/óánægður, gröm/gramur og hata? Þetta er ekki auðvelt, en það er hægt. Þú þarft að ímynda þér að þú sitjir fyrir framan hina manneskjuna og segi við hana, "Þú særðir mig djúpt og ég er reið við þig, en ég vil ekki halda í þessa orku orku í hjartanu mínu svo að ég sleppi þessu úr verund minni. "Sjáðu þig síðan í huganum fara frá þessari manneskju og sleppa öllum tilfinningum sem þú ert að bera. Fylgdu þessu eftir með því að fara með staðhæfingu svo sem , "Ég sleppi allri reiði og að taka þátt í þessum málum, það er núna farið frá mér. " Þegar sjálfið, (vegna þess að það er sjálfið sem heldur í þessa orku) kemur aftur með þetta inn í vitund þína, farðu þá með þessa staðhæfingu aftur og aftur þar til tilfinningin hefur farið. Þú getur líka séð fyrir þér að þú klippir á strengi sem hafa verið festir við þig frá hinum aðilanum. Það losar þig við þetta vandamál að skera á þessa strengi.

Þetta kort er í lestri þínum í dag til að biðja þig um að takast á við sársauka í lífinu í gegnum fyrirgefningu. Fyrirgefning er eina leiðin til að sleppa gremju þinni, svekkelsi, reiði, ergelsi og hatri.

Maitreya

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim


Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur