Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

 

 

 

 

 

Fordómar og gagnrýni

 

5. mars 2009

Skilaboð frá Maitreya- miðlað af Margaret McElroy

Af hverju dæmið þið og gagnrýnið? Þið gerið það vegna þess að sjálfið þarf að réttlæta sig og það gerir það bara þegar það sér eitthvað sem það telur vera ófullkomnið hjá öðrum. Þið setjið ykkur oft í sæti dómara og kviðdóms, trúið bara því sem ykkur finnst, þið teljið ykkur vita hvað er best fyrir aðra manneskju. Ykkur finnst oft að þau séu að gera eitthvað sem er rangt, venjulega vegna þess að það er eitthvað sem sjálfið ykkar myndi vilja gera eða gæti hafa gert en gerði ekki vegna ótta. Oft getur það verið vegna fyrri lífa orku, svo sem eitthvað frá fyrri lífum sem kemur ykkur í uppnám. Jafnvel almættið, eða Guð, dæmir hvorki né gagnrýnir. Sú orka elskar ykkur skilyrðislaust.

Af hverju getur mannfólkið ekki gert það sama? Það getur það ekki vegna þess að sjálfið er orka sem trúir því að það viti allt. Það er það sem það gerir, það horfir á allt eins og það sé Guð, eða almættið. Það er áhugavert að sjá að þegar þið dæmið eða gagnrýnið aðra, þá koma aðrir og gera það sama við ykkur, þá verður sjálfið hneykslað og fer inn í algjöra afneitun vegna þess sem það gerði sjálft með sínum dómum og gagnrýni. Það er sönn andleg sál sem getur elskað án þess að dæma eða gagnrýna, sem getur viðurkennt manneskju vegna þess sem hún er, algjörlega án þess að gagnrýna eða vera með væntingar.

Ykkur var gefið frelsi til að velja. Það er ykkar að velja það sem þið viljið gera. Vegna ótta velja sálir stundum að gera ekki eitthvað sem þær vita að þær ættu að gera. Aftur á móti vitið þið að þær ættu ekki að gera það - eða haldið að þið vitið það. En það eru engar tilviljanir á jörðinni. Allt er fullkomið, ef þið lærið ekki eitthvað með einum hætti þá mun alheimurinn færa ykkur á það á annan hátt. Lexían eða tækifærið er sett fram á ýmsa vegu, þangað til þið ákveðið að læra af því.

Fyrir stuttu var vini miðilsins míns ætlað að læra lexíu með því að vera í nálægð barns. Barninu var ætlað að spegla marga hluti fyrir þá manneskju, hluti í henni sjálfri sem hún hafði aldrei getað séð. Manneskjan flúði eigi að síður, hún vildi ekki horfast í augu við vandamálið. Hvað gerði alheimurinn? Hann færði henni sömu lífsreynslu aftur í formi annars barns, það barn var eldra en speglaði það sama fyrir hana.

Áður en þið fæðist þá veljið að fá allskyns tækifæri í lífinu til þess að læra á mismunandi vegu. Ef þið forðið ykkur út úr einu, þá er annað skapað. Það er þess vegna sem fólk segir, „Af hverju laða ég alltaf að mér sömu manngerðina?“ eða „Af hverju held ég áfram að upplifa það sama?“ Það er vegna þess að þið hafið ekki lært það sem þið ætluðu að læra, þegar þið hafið lært lexíuna, þá eru ekki fleiri lexíur eða tækifæri sköpuð, þið hafið náð prófinu.

Það er ástæða fyrir ÖLLUM sem koma inn í líf ykkar. Sjálfinu líkar það eigi að síður ekki, þannig að það dæmir og gagnrýnir. Ef maður getur látið af þeim vana að vera með neikvæðar athugasemdir, þá getur maður orðið yndisleg sál og mannvera.

Engin hefur rétt á að efast um það sem aðrir gera, þið eruð hvert og eitt að læra á þann hátt sem þið hafið valið. Ef þið gangrýnið aðra, spyrjið ykkur þá, „af hverju?“ Hvort sem það er samstarfsmaður, vinur, fjölskyldu meðlimur, eða önnur manneskja, þið hafið engan rétt til þess að efast um það sem þau eru að gera. Guð, eða almættið, dæmir engan. Þið ættuð ekki að gera það heldur. Með því að gera það þá eruð þið að leyfa sjálfinu að stjórna og þið eruð að skapa karma. Munið að það sem þið sendið út kemur til baka. Langar ykkur til þess að fá það til baka sem þið eruð að senda út?

Heimurinn mun ekkert breytast, getur ekki breyst, á meðan fordómar og gagnrýni eru partur af lífinu á jörðinni. Hvernig getur það breyst? Það er eins og að fara í hringi - að ganga í hring sem tekur engan enda. Það breytist ekki fyrr en þið hættið því og farið að beina kraftinum að æðra sjálfinu og bæla lægra sjálfið hið innra.

„Hvernig get ég breytt þessu?“ Get ég heyrt ykkur segja. Þið getið það með því að segja setningar sem breyta orkunni í vana mynstrum ykkar, orð s.s. „ég hef ekki lengur þörf fyrir að gagnrýna, ég er bara að leita að einhverju sem sjálfinu líkar ekki. Þessi manneskja hefur rétt til þess að lifa sínu lífi á þann hátt sem hún vill.“

Ég hef margoft sagt það í gegnum miðilinn minn, „það er ekkert sem heitir rétt eða rangt.“ Sérhver sál er að gera það sem HÚN þarf að gera til þess að vinna út sitt karma, læra sínar lexíur og fara í gegnum sína reynslu. Finnið út af hverju þið eruð reið, hrygg, hrædd, efist eða hvað það er sem þið gerið, með því að gera það þá fáið þið að sjá nýjan flöt á ykkur sjálfum. Verið í friðsæld í ykkar eigin þögn - leyfið öðrum að lifa sínu lífi og upplifa sitt líf. Ekki alhæfa um neitt. Ef þið eruð í návist manneskju sem á við vandamál að stríða, ekki dæma hana - finnið út ástæðuna fyrir vandamálinu. Þið munið sannarlega verða sterkar manneskjur með því að gera það.

Maitreya.

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur