Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

 

 

 

 


 

Forðist myrkrið

 

30. ágúst 2009

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Hvað er myrkur?  Margar sálir eru hræddar við „skuggahliðina”  Hvað er skuggahliðin og hvað gerir hún.  Skuggahliðin er sjálfið þitt.  Það er þinn eigin ótti og óöryggi.  Það er engin djöfull, eða dökk hlið.  Þetta kemur allt að innan.   Ef þú óttast eitthvað, þá dregur þú það inn í áruna þína.  Það getur gerst af sjálfu sér eða í gegnum náinn félaga eða fjölskyldu, en það mun verða raunverulegt ef þú óttast það. Ótti annarrar manneskju getur orðið þinn. Ákveðnar sálir sem er ætlað að verða heilarar, geta tekið til sín neikvæðni annarra á unga aldri og á það sérstaklega við um fjölskylduna. Það getur aftur á móti komið upp í manneskjunni hvenær sem er í lífinu. 

Ef þú gefur öðrum ekkert vald, þá hafa þeir ekkert vald yfir þér.  Ef manneskja gerir þig óttaslegna/óttasleginn, líttu þá til þess liðna, annað hvort í þessu lífi eða öðru lífi, því þaðan kemur óttinn. Ef aðrir eru neikvæðir í kring um þig þá skaltu vinna stöðugt að því að hjálpa þeim að öðlast hærri vitund.  Það kemur á óvart að ef þú ert jákvæð(ur) og þeir eru neikvæðir, að neikvæðni þeirra mun annað hvort verða fyrir áhrifum af því hvað þú ert jákvæð/ur, eða þá að þeir geta ekki þolað það og forða sér.

Mannkynið hefur þann vana að flækja sér í málefni annarra.  Þið skiptið ykkur svo oft af þegar þið ættuð ekki að gera það.  Þið gerið ykkur enga grein fyrir því að með því að gera þetta þá er sá sem þið eruð að hjálpa, ekki að hjálpa sér sjálfur, svo að í raun eruð þið að stoppa þá sál í þroska. Það er mögulegt að þið valdið því að sálin þurfi að fara í annan hring endurfæðinga vegna þess sem þið gerðuð þegar þið eruð að hjálpa öðrum. Sérhver sál hefur sitt eigið handrit, sem var skapað áður en hún fæddist og eins og leikarar á sviði er hún að leika sitt hlutverk. Allir sem eru í kring um hana eru til þess að aðstoða hana við að komast í gegnum handritið.

Ekkert er raunverulegt, allt er blekking. En þú munt ekki sjá það fyrr en þú hefur hækkað tíðni þína á jörðinni og náð inn í hlutleysið.  Þú ert skapari þíns eigin raunveruleika.  Þú getur valið ljósið eða myrkrið, það jákvæða eða neikvæða.  Þitt er valið.  Hvort vilt þú?

Maitreya.

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur