Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Erfið leið

 

30. mars 2004

Boðskapur Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Eins og mörg ykkar vita þá veit ég hvað þið eruð að upplifa og hvað þið eruð að ganga í gegnum. Það er oft á tíðum ekki auðvelt fyrir okkur að horfa upp á ykkur þjást þegar þið takið ákvarðanir í lífinu sem verða ykkur annað hvort auðveldar, eða erfiðar. Miðillinn minn hefur mörgum sinnum valið erfiðu leiðina og það er ekki auðvelt fyrir mig að horfa á hana velja þá leiðina. Þið skiljið að við erum meðvituð um að hún er mannleg og í mannlegum líkama. Það er ekki auðvelt að hækka tíðnina til þess að vinna fyrir andlega heiminn. Það getur leitt til líkamlegra óþæginda og það þýðir líka að maður er stöðugt á varðbergi. Það eru samt margir sem velja að vinna með okkur og hjálpa til á jarðar plánetunni.

Það erum við sem segjum Margareti að skrifa fréttabréf á eigin vegum um ákveðið efni. Oft er þetta efni um vinnuna með okkur og fyrir okkur. Stundum getur virst sem Margaret sé að kvarta, en við höfum sagt henni að skrifa um ákveðna hluti, við vitum að þetta efni og boðskapur mun hrinda ákveðnu ferli í gang hjá ykkur! Við vitum að þið munið lesa það sem er skrifað og það verða viðbrögð! Þetta er allt skipulagt, Margaret er aðeins kveikjan að þeim skilaboðum sem hún skrifar og hefur oft upplifað sjálf í gegnum sína þjálfun, eða í daglega lífinu.

Til allrar hamingju þá hlustar hún á það sem við segjum henni og þrátt fyrir varfærni hennar við að senda út slík fréttabréf, eða netpóst, þá fylgir hún fyrirmælum okkar í bréfinu. Viðtökurnar við því sem hefur verið sett á vefsíðuna eða sent í netpósti koma henni alltaf jafn mikið á óvart og yfirleitt eru þær mjög jákvæðar. Margir hafa skrifað henni og sagt frá því hvernig ÞAU hafa gengið í gegnum samskonar aðstæður og hversu yndislegt það er að vita af einhverjum öðrum sem hefur gengið í gegnum það sama, eða er að ganga í gegnum það sama. Það veitir mörgum huggun. Þetta eru viðbrögðin sem við búumst við og þetta er okkar aðferð til að sýna ykkur veikleika mannlegs eðlis. Við skiljum þá háu orku sem þið þurfið að vinna með og áhrif hennar innra með ykkur. Við erum meðvituð um baráttu daglegs lífs við að miðla orkunni. Það er þess vegna sem við leyfum Margareti að skrifa um það og henni og Peter að ræða um það.

Næst þegar þið lesið eitthvað frá Margareti, þá megið þið vita að við erum þar að baki, við höfum sett það af stað og það ekki að ástæðulausu.Maitreya.

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur