Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Karma endurgjald

 

 

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

10. júlí 2003

Ég var nýlega spurður um endurgjald karma.

Það eru lög í alheiminum sem segja að það sem er sett út komi til baka. Hvort sem það er jákætt eða neikvætt. Ég nota þessi jarðar orð vegna þess mannkynið skilur þau, það sem þið setjið út kemur til baka.

Þið getið spurt ykkur. “Af hverju er lífið svona erfitt, af hverju er það ekki auðvelt? Af hverju eru  vandamál eða af hverju þarf ég takast á við sömu aðstæður í lífinu?” Það geta verið tvær ástæður fyrir því, önnur er sú að þú hafir valið þessa reynslu til þess að læra af henni. Já, ÞÚ velur það, enginn annar.  Í öðru lagi gæti það verið vegna þess að þú þarft að læra eitthvað vegna karma. Í fyrra lífi skapaðir þú aðstæðurnar sem þú ert í vegna annarra. Þeir þjáðust kannski vegna þess sem þú gerðir og núna ert þú að upplifa hvernig það er. Það er oft ekki þægilegt. Eigi að síður, þegar þú hefur lært það sem þú þarft að læra, þá er karmað búið.

Fyrir stuttu var ég spurður, þarf ég að horfast í augu við mitt karma sem manneskja og er hægt að endurgreiða það á annan hátt? Svarið við þessu er já. Auðvitað er lærdómurinn meiri ef karmað er endurgreitt í eigin persónu, en oft er það ekki hægt, það getur verið vegna þess að fólkið sem málið varðar velur að vera ekki þátttakendur í atburðarásinni.

Það er hægt að endurgreiða karma með þjónustu við aðra, vinna að því að hjálpa öðrum framávið og eins að vinna að góðgerðarmálum sem kennir öðrum. Það er líka hægt að endurgreiða karma á andlega sviðinu með því að hjálpa í fræðslusalnum, eða á móttökusvæðinu, en þangað fara sálir  þegar þær snúa heim. Það er ekki vel þekkt að það sé hægt að endurgreiða karma EFTIR að þið snúið í andlega heiminn. Það er hægt að biðja um það og fá það samþykkt.

Þið veljið hvernig þið endurgreiðið ykkar karma, ef og þegar þið viljið gera það. Allt er val. Ég vona að þetta hjálpi þeim sem finnst þetta málefni vera óskýrt.

Maitreya.

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur