Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Ásakaðu ekki guð

 

Skilaboð Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

20. september 2002

Ásakaðu ekki það sem þú kallar guð um erfiðleika þína. Það er svo auðvelt að skella sökinni á aðra. Guð eða almættið er ekki manneskja, heldur orka! Guð er samvitund alls mannkyns. Hann er orka í sjálfu sér, en hann veit allt sem gerist á jörðinni. Hann er ekki ástæðan fyrir því sem gerist, en hann veit ALLT um þig, vandamál þín og hvernig þú skapar þau vandamál. Hann getur ekki hjálpað þér fyrr en þú ferð að hjálpa þér sjálfur, ekki fyrr en þú biður um hjálp. Hann er hreinasta form kærleika sem þú getur upplifað og líf þeirra sálna sem hafa upplifað kraft og kærleika þessarar orku verður aldrei eins eftir að þær hafa upplifað hana.

Það ert þú sem skapar vandamálin; ótti, efi, óöryggi, afbrýðisemi, öfund, reiði, og margar aðrar neikvæðar tilfinningar skapa vandamálin. Þetta er það sem lægra sjálfið nærist á, það er óttinn og efinn í öllu sínu veldi. Lægra sjálfið óttast breytingar, það óttast að fara út fyrir þægindarammann, svo það heldur þér í honum, ár, eftir ár, föstum/fastri í óttabúblu. Daginn sem þú stígur út úr þeim ótta, þeim efa, þeirri reiði o.s.frv. er dagurinn sem þú verður frjáls og þá getur þú byrjað að nota orkuna í jákvæðum tilgangi.

Guð eins og þú þekkir þessa orku er mátturinn og krafturinn sem getur aðstoðað þig við að breytast. Þessi orka mun leiða þig og leiðbeina þér. En ekki búast við því að það verði í trúarlegum skilningi, því að Guð mun oft gefa þér tækifæri í dulbúningi. Það er ekki víst að það komi eins og þú bjóst við því, þú skalt alltaf búast við því óvænta. Hvert og eitt ykkar er orka að læra lexíurnar sínar, þroskast, vaxa, komast nær guði. Einn daginn, sameinast þú þessari orku og þá muntu kynnast sæluvímu! Þetta er ekki hægt með því að veifa töfrasprota, það gerist ekki á einni nóttu, það er stundum mikil fyrirhöfn og barátta við lægra sjálfið áður en þetta getur orðið. Þegar það gerist þá muntu komast í paradís (Nirvana í austrænum skilningi) og upplifa gleðina við að verða eitt með guði.

Margar sálir á jörðinni hafa nú þegar upplifað þetta, af hverju ekki þú?


Maitreya.


Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur