Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Eignarréttur

 

9. apríl 2005

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Hvers vegna hafið þið svona miklar áhyggjur af því að eignast hluti? Þið komið allslaus inn í þetta líf og farið allslaus úr þessum heimi. Allt sem þið fáið í þessari endurfæðingu er til afnota fyrir ykkur, eða til að losa ykkur við, ef þið veljið að gera það, EN það er aldrei ykkar. Ykkur getur fundist sem þið eigið hluti og það getur virkað sterkara ef nafnið ykkar er á „eigna” pappírum.  Alveg eins og þið getið eignast þá getið þið misst og ótti ykkar getur orðið til þess að þið missið það sem þið eigið. Því minni áhyggjur sem þið hafið af efnislegum hlutum í þessari endurfæðingu því auðveldar er að draga það sem þið þarfnist inn í orkuna ykkar. Þið gerið ykkur ekki grein fyrir því að þegar þið óttist að missa, þá dragið þið það inn í orkuna ykkar - óttinn við að missa hús, farartæki, eða hvað sem er.

Mannkynið hefur svo mikla þörf fyrir að „eiga” fólk, farartæki, hús o.s.frv. Ég er ekki að segja að það sé rangt, það er bara þannig að þegar þið þráið að eiga eitthvað þá getur það snúist upp í andhverfu sína og virkilega stoppað flæðið. Í raun og veru þá eigið þið ekkert í þessu lífi. Allt sem þið hafið er skapað fyrir þarfir ykkar á þessu tímaskeiði. Það er svo margar sálir sem stoppa þroska sinn, stoppa framfarir sínar vegna þess að þær „eiga” hluti og halda ekki áfram þegar tíminn er réttur, vegna þess að þær eru í „þægindahringnum.”

Njótið þess sem þið hafið, ekki hafa þörf fyrir að „eiga” það. Verið viss um að geta sleppt því þegar það hentar best. Þegar þið gerið það, þá kemur venjulega eitthvað stærra og betra til ykkar. Alheimurinn veit hvað það er sem flestir þrá, en þráin og stöðugar áhyggjur af því, er í raun hindrun á flæði alheimsins, hindrun í að flæðið færi ykkur meira í lífinu. Ef þið lifið í NÚINU, þá eigið þið ekki neitt, þið njótið augnabliksins og með því að gera það þá getið þið haldið áfram þegar og ef það er nauðsynlegt.

Þörfin fyrir að eiga eitthvað er ótti sjálfsins. Æðra sjálfið hefur ekki þörf fyrir að eiga eitthvað, það óttast ekkert og það veit að öllum þörfum þess verður mætt og allt sem það þarfnast verður að veruleika. Óttist ekki og þið munið finna að öllum ykkar þörfum verður mætt. Hættið að hafa áhyggjur af eignum. Ef þið kaupið eignir, njótið þeirra, ekki „eiga” þær. Með því að gera það þá munið þið verða fær um að gera breytingar þegar tíminn er réttur.

Maitreya.

 

Kennsla Maitreya

Efsta á síðu

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur