Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Taktu þínar eigin ákvarðanir

 

Maitreya - miðlað af Margaret McElory

Prófaðu að lifa lífinu í eina viku án þess að biðja aðra manneskju um hjálp við að taka ákvörðun. Taktu eigin ákvarðanir og treystu tilfinningum þínum, því það er á þann hátt sem þú skerpir innsæi þitt og verða betur vakandi!

Þú og þú einn/ein ert hér til þess að lifa þínu lífi. Enginn annar getur lifað því fyrir þig! Samt leyfir þú öðrum að stjórna lífi þínu, gefa þér ráð og leiðbeiningar, sem eru oft gagnstæðar því sem þú hefur kosið að gera, en ert hrædd/ur við að gera. Vinir þínir, fjölskylda, samstarfsfólk í vinnunni, allir lifa þínu lífi og þú, á þinn hátt, lifir þeirra lífi. Ef þú ætlar að lifa lífinu með því að spyrja einhvern annan hvað þú átt að gera, eða hvernig þú átt að gera það, þá muntu aldrei ljúka lífsáætlun þinni.

Samt er það þetta sem þú gerir. Þú ert hrædd/ur um að taka ranga ákvörðun, eða valkost, en hvað sem þú velur að gera, eða tekur ákvörðun um, þú munt læra af því. Þú getur sagt, "En hvernig get ég lært ef það er röng ákvörðun?" Ég skal segja þér, þú munt læra, þú munt læra hvað á ekki að gera í næsta skipti. Prófaðu að lifa lífinu í eina viku án þess að biðja aðra manneskju um hjálp við ákvarðanatöku. Taktu eigin ákvarðanir og treysta tilfinningum þínum, því það er á þann hátt sem þú skerpir innsæi þitt og verður betur vakandi!

Það verður erfitt, vegna þess að þú ert svo vön/vanur að biðja um ráð! Áður en þú komst til jarðarinnar þá velur þú leiðina þína, ákvarðanir þínar og valkosti. En, ótti á jörðinni hindrar þig í að gera það ein/einn. Það er öruggara að biðja aðra, því ef þú gerir það, þá hefur þú einhvern annan til að kenna um ef eitthvað fer úrskeiðis. Ef þú velur að taka ekki ákvarðanir / valkosti ein/einn, þá ert þú ekki að lifa þínu lífi eins og þú hefur valið, þú gefur frá þér krafta vals / ákvarðana yfir til einhvers annars. Reyndu að gera það ein/einn og þroskast; vaxa í burtu frá því að vera öðrum háð/ur, og verða þinn eigin meistari!

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur