Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Andlegur heimur margra vídda


Boðskapur Maitreya
- miðlað af Margaret McElroy

Þegar þið farið af jörðinni þá er tíminn ekki lengur til eins og þið þekkið hann. Í okkar heimi eru ekki klukkur, dagatöl eða úr. Tíminn eins og þið þekkið hann er ekki lengur til staðar. Margar sálir hafa áhyggjur af tímanum þegar þær snúa aftur heim til okkar, það veldur þeim spennu að tíminn skipti ekki lengur máli og sé ekki aðgengilegur. Það er heldur ekki borðaður matur hér, þó að sálir eigi oft erfitt með að sleppa þeirri þörf að borða til að byrja með og því er þeim gefið tækifæri til að halda að þær séu að borða, þangað til þær komast til vitundar um að þær þurfa ekki mat.

Í okkar heimi eru margar víddir, fyrsta víddin er fyrir sálir sem eiga erfitt með að snúa til baka til síns, "heima." Það eru margir þannig og það er yfirleitt séð um þá í móttökusölum og þeirra er gætt af sálum sem höfðu samhyggð og góða orku á jörðinni. Þegar þessar sálir koma aftur til baka og sjá líf sitt eins og þær lifðu því þá finnst mörgum erfitt að horfa á endurspilið sem er partur af heimkomu ykkar.

Enginn dæmir þig, þú dæmir þig í raun sjálf/sjálfur og þá hefst ferli við að samþykkja misgjörðir. Sálum er vel tekið bæði af fjölskyldum og vinum sem hafa verið í jarðsviðinu og í okkar heimi, yfirleitt fer samveran í að íhuga og að vera ekki að ásaka sig fyrir eitthvað sem olli þjáningu eða sársauka. Sálirnar átta sig oft á því að það sem þær gerðu gæti verið karmískt, engin er dæmdur, en það er mjög erfitt að vera eigin dómari. Sálir sem hafa yfirfarið líf sitt þurfa oft að fara á friðsælan stað og sættast við það sem þær gerðu, þar fá þær ráðleggingar frá fallegum sálum sem hjálpa þeim að finna frið í hjarta sínu.

Næsta vídd er vídd fyrir sálir sem hafa gert góðverk í jarðlífinu, hafa ekki sært neinn og hafa heldur ekki hlaupist á brott frá vandamálum. Þetta er einnig vídd þeirra sem hafa borgað allt sitt karma og þurfa ekki að snúa aftur til jarðarinnar. Þær eru að hefja störf í nýju lífi sem hjálpendur í okkar heimi, það eru svo margir sem vilja vinna við þjónustu!

Það eru margar víddir, mjög margar. Þið eruð ekki í fötum og hafið engan líkama, þið eruð hrein vitund en getið samt séð og haft huglæg samskipti við aðra. Þið hafið heldur enga þörf fyrir egóið, í okkar heimi eru engin leyndarmál, eða lygar. Þið eruð berskjölduð þar sem allar hugsanir ykkar eru beintengdar almættinu, eða Guði eins og þið kallið það. Þessi orka þekkir ykkur svo vel og mun færa ykkur þekkingu ef þið þarfnist þess.

Sálin ykkar er eilíf, ef þið hafið klárað lífið á jörðinni, munið þið hefja nýtt líf með okkur og ekki fara í aðra jarðvist. Okkar heimur er tíðnisvið lita, það er ólíkt öllu á jörðinni, jörðin er litlaus í samanburði við okkar heim. Þið hafið ekki séð alla litina sem þið munið sjá í okkar heimi. Þið getið dáið í dag og eytt sem nemur 1.000 árum í andlegum tíma og samt snúið aftur á morgun til ykkar heima.

Margir óttast dauðann, ekki gera það. Við erum með ykkur þegar þið snúið aftur heim, þið eruð aldrei ein og munið aldrei verða. Öll neikvæðni eins og þið þekkið hana, mun fölna og venjulega er ekki lengi verið að fara í gegnum jarðlífið með íhugandi hætti. Þið munið upplifa svo mikinn kærleika þegar þið komið heim, kærleika sem þið hafið aldrei upplifað áður, jafnvel ekki í hjónabandi, eða ástarsamböndum. Þetta er kærleikur, samþykki sálarinnar af almættinu, margir hafa aldrei upplifað slíka ást og eru gagnteknir af upplifuninni.

Það flýr enginn dauðann, en þeir sem eru á jörðinni geta reynt að lifa sönnu lífi, án þess að gagnrýna, hata, óttast, efast og vera með aðrar þess háttar tilfinningar. Þannig að þegar þeir koma aftur til síns sanna heimilis þá geta þeir gert það í gleði og friðsæld. Það er vissulega dásamleg reynsla. Okkar heimur er ekki leiðinlegur eða litlaus, við erum svo virk og höfum margar leiðir til að hafa gaman, jafnvel þeir sem eru í mjög hárri tíðni eiga yndislega skemmtilega tíma. Þið megið bara vita að ef þið hafið margar blekkingar um okkar heim, þá eiga þær eftir að mölbrotna þegar þið snúið aftur "heim" til ykkar sanna heims.


Maitreya

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur