Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Andlegt líf og kynorka

21. október 2009

Skilaboð Maitreya -miðlað af Margaret McElroy

Kynorkan er eitt það mikilvægast fyrir sálir á andlegri leið. Margar sálir spyrja hvernig þær geti hækkað tíðnina sína. Hvernig þær geta náð hæsta vitundarstigi. Hærra vitundarstig næst aldrei nema að það sé opnað fyrir kúndalíní orkuna og eter vefurinn sem er á neðsta hálsliðnum sé brenndur burtu með kúndalíní eldinum.

Margir jógar ná að reisa kúndalíní orkuna, það er hægt að ná því með því að stunda hugleiðslu í mörg ár. Það eina sem maður þarf hins vegar er réttur félagi – rétta orkan og að reisa kúndalíní orkuna til þess að brenna í burtu eter vefinn og ná þannig hærra vitundarstigi.

Þrátt fyrir að hafa rétta félagann til þess að virkja kúndalíní orkuna þá getur verið mjög erfitt að ná því, vegna þess að flestir í hinum vestræna heimi gera sér ekki grein fyrir því hversu mikilvægt kynlíf er í tengslum við andlega þróun. Margar sálir eru ómeðvitaðar um mikilvægi þess að hafa allar orkustöðvarnar opnar og hafa orkuna flæðandi í tengslum við andlegan þroska. Margar sálir í karl líkama hafa enga hugmynd um það hvernig á að gera félaganum til hæfis - hvernig á að undirbúa konuna fyrir það að kúndalíní orkan rísi - og margar konur vita jafn lítið hvernig á að fara að því.

Einu sinni var það í verkahring hofpresta og hofgyðja að fræða karla og konur um þá list að veita unað, því það er það sem kynferðislega athöfn er. En kynlífsathöfn margra sálna sem eru á jörðinni í dag, varir einungis í nokkrar mínútur og margar sálir furða sig á því út á hvað öll þessi læti ganga. En raunverulegt andlegt kynlíf (sem einnig er þekkt sem tantra kynlíf) getur verið mjög falleg upplifun sem opnar rótarstöðina - og snýr þar með öllum hinum orkustöðvunum í gang- til þess að leyfa hinu eiginlega orkuflæði að fara í gegnum hina hárfínu orkulíkama.

Það eru margar andlegar sálir í heiminum í dag sem fást við heilun, ráðgjöf og skyggnilýsingar sem hafa í raun og veru aldrei opnað fyrir kúndalíní orkuna og hafa aldrei fundið eldinn fara upp mænuna til þess að rjúfa eter vefinn og þegar hann hefur verið rofin, að halda tengingu hins örvaða andlega orkuflæðis upp að hálsi, ennisstöð og höfuðstöð. Það eru mjög fáir sem geta kennt þetta, þannig að mannfólkið dvelur áfram í myrkrinu, ómeðvitað um að það má flýta fyrir andlegum þroska með því að reisa kúndalíní orkuna.

Með tímanum hefur mannfólkið gleymt tilgangi kynorkunnar. Það hefur ekki fræðst um tengslin á milli kynorkunnar og orkustöðvanna. Þetta er eitt það mikilvægasta sem nokkur getur fræðst um á leiðinni til þess að hækka tíðni og vitund. Þær sálir sem ná þessu, verða eitt með skaparanum, eða Guði og ná tengingu við hið óendanlega.


Maitreya.

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur