Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Áhyggjur!

30. júlí 2010

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Þið hafið svo miklar áhyggjur á jörðinni um þessar mundir - áhyggjur vegna peninga, áhyggjur vegna sambanda og af lífinu almennt. Þetta hefur orðið að stórmáli í lífi margra. Þið getið sagt við mig, „en meistari, þú býrð ekki á jörðinni og þarft ekki að takast á við þau vandamál sem við erum að takast á við." Nei, við þurfum þess ekki, það er rétt. Við vitum eigi að síður að í hvert skipti sem þið hafið áhyggjur, þá stöðvið þið orkuflæðið ekki bara fyrir ykkur sjálf heldur líka fyrir aðra, vegna þess að áhyggjur er neikvæð hugsun.

Þið setjið af stað neikvætt orkumynstur þegar þið hafið áhyggjur. Það sem er ennþá verra, er að þið gerið ykkur ekki grein fyrir því að þegar þið hafið áhyggjur af öðrum – af velferð annarra - þá eruð þið líka að draga úr orkuflæði til þeirra. Já, þið gerið það! Þið búið til hindrun sem getur valdið stöðnun hjá annarri manneskju svo að hún getur ekki tekist á við sínar eigin lexíur. Ef einstaklingur sem þið þekkið - segjum sonur ykkar, dóttir, vinur, eða hver sem það kann að vera - hefur gott karma og er á jörðinni til þess að upplifa frábæra hluti í lífinu, þá getið þið í raun hindrað að það verði með því að hafa áhyggjur af þeim. Hugsið út í þetta. Takið eftir því hversu oft á dag þið hafið áhyggjur af öðru fólki. Það sem er jafnvel ennþá verra, er að öll þessi orka sem fer í að hafa áhyggjur af öðrum tekur líka orku frá ykkur sjálfum. Þið eruð ekki bara að hindra aðra í því að nota sína orku, þið eruð líka að stoppa ykkar eigið orkuflæði.

Sérhverri sál er ætlað að hafa allt til alls í lífinu, en samt eru svo margir að stöðva flæði velmegunar á öllum sviðum með því að hafa áhyggjur af hlutum sem oftast verða aldrei að veruleika. Það er erfitt að hætta að hafa áhyggjur. Það þarf aga til að stöðva flæði neikvæðra hugsanna, en það er hægt. Það er hægt með því að nota staðhæfingar og það er hægt með því að vera meðvituð um hugsana mynstrið. Segið með sjálfum ykkur þegar þið gerið ykkur grein fyrir því að þið hafið áhyggjur - eruð með áhyggjur: „Ég er að stoppa orkuflæðið annað hvort til mín, eða til þeirrar manneskju sem ég hef áhyggjur af." Sjáið síðan fyrir ykkur hvernig aðstæður breytast. Þið munið verða svakalega hissa!


Maitreya.

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur