Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

 

 

 

 

Ágreiningur

 

14. maí 2009

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Öldum saman hafa staðið yfir átök og stríð í Mið-Austurlöndum. Átökin og stríðið hefur snúist um lítinn jarðarpart. Annar deiluaðilinn hefur sagt að þetta tilheyri þeim, hinn hefur sagt að þetta sé með réttu þeirra. Samt tilheyrir þetta engum. Þegar þið komið inn í þennan heim þá komið þið allslaus og þegar þið farið þá farið þið allslaus. Það sem þið hafið þess á milli er að láni fyrir lærdóm ykkar og þroska á jörðinni. Þegar baráttan stendur um land þá tekur það mörg ár. Hver baráttuhópur hefur sína eigin sannfæringu, sína eigin blekkingu og hann lifir í þeirri blekkingu. Þeir geta ekki séð tilgangsleysið með þessu. Þeir geta heldur ekki séð að það breytir ekki hlutunum að berjast fyrir þessum landsskika.

Orka egósins, sem byrjaði fyrir löngu er í stöðugri þörf fyrir að stjórna, hún heldur áfram að flæða og eyðileggja alla þá sem koma nálægt henni. Það er þetta merkisland sem þeir berjast fyrir sem verður kvalari þeirra og fangavörður. Það eru svo margir staðir á jörðinni eins og þessir. Norður Írland, Mið-Austurlönd, Króatía, Austur Tímor, staðirnir eru of margir til að telja þá alla upp. Þeir skilja ekki að ef þeir halda áfram að berjast þá muna þeir halda áfram að berjast næstu fimmtíu jarðar árin. Samt hefur engin hópur viljað semja um skiptingu, vegna trúarbragða, pólitískra skoðana, eða hvortveggja. Getið þið ekki séð að þið eruð að tortíma sjálfum ykkur? Hvað gera átök? Þau bæta örugglega ekki.

Ég hef sagt það áður á þessari vefsíðu að sérhver maður hefur sinn sannleika. Af hverju getur mannfólkið ekki haft marga sannleika? Það verður ekki fyrr en fólk getur skilið að hver maður getur haft sinn sannleika sem stríð og átök hætta. Við sem miðlum frá andlega sviðinu erum komin til að hjálpa ykkur að sjá þetta, vonandi til þess að fræða mannfólkið um að þið getið verið mismunandi, en samt ein þjóð, einn heimur. Þegar mannkynið gerir það, þá hefur það sannarlega hækkað vitundina og mun þá finna frið. Þá mun öllu landi verða deilt og engin mun eiga neitt. Þið áttuð hvort sem er aldrei neitt. Þið hélduð það bara. Það er bara ykkar til þess að nota á ferðalagi ykkar á jörðinni.


Maitreya

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur