Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Af hverju get ég ekki gripið inn í stríð

 

1. janúar 2004

Skilaboð frá Maitreya -miðlað af Margaret McElroy

Ég er oft spurður, „af hverju getur þú ekki gripið inn í stríðið og blóðbaðið í heiminum?” Af hverju getur þú ekki sveiflað töfrasprota og breytt hlutunum?”
Trúið mér, ég vildi oft að ég gæti það. Hins vegar kemur uppbygging og orka jarðarinnar í veg fyrir að ég geti það. Í fyrsta lagi þá er ekki mögulegt fyrir mig að koma inn í efnissviðið. Þess vegna þarf ég að vinna í gegnum miðil. Það eina sem mér þykir leiðinlegt við að nota miðil er að margir miðlar sjá mig eins og þeir hafa lesið um mig í fornum bókum, eða eins og þeir sjá, „Jesús“ fyrir sér. Ég er ekki þannig.

Margir miðlar láta auk þess orð mín og leiðbeiningar hljóma eins og biblíu tilvitnanir, eða taka þær fram yfir það sem ég hef sagt. Til dæmis hefja margir miðlar ræður sínar og skrif, „elskurnar mínar.“ Ég get fullvissað ykkur um, að við í andlega heiminum tjáum okkur ekki þannig og höfum aldrei gert.

Orkan mín er þó mjög öflug í gegnum nokkra miðla, hver áhrif þeirrar orku er, fer þó eftir því á hvaða tíðnisviði miðillinn er.  Já, meistararnir vinna með þeim sem eru á lægri orkutíðni. AF hverju ættum við ekki að gera það? Við munum vinna með hverjum þeim sem vill leyfa okkur að vinna með sér.

Þegar við byrjum að vinna með þeim, geta þau ekki komið í veg fyrir að hækka í tíðni. Ég er þakklátur Margaret og Peter sem hafa séð í gegnum þá blekkingu hvað meistarar eigi að vera og leyfa mér að tjá mig eins og ég er. Þau fegra ekki orðin mín á nokkurn hátt. Ég heyri ykkur spyrja, „en hvernig get ég unnið með þér?“ Þið getið unnið með mér, en til þess að gera það er nauðsynlegt að láta af fyrirfram ákveðnum hugmyndum um hver og hvað meistararnir eru og leyfa okkur að koma í gegn og miðla okkar sönnu orku, ekki eins og þið HALDIÐ að það eigi að vera.

Við erum ekki heldur guðir og það á ekki að setja okkur á stall. Við erum ekkert meiri en þið, eins og þið mynduð segja á jörðinni. Já, við höfum fengið stöðuhækkun og erum nú hátt uppi í hinum sameiginlega stiga! Það gæti komið ykkur á óvart að fá að vita að við gerum líka mistök á andlega sviðinu. Það kemur fyrir að við misreiknum tímann. Við erum heldur ekki fullkomin. Það er eitt sameiginlegt markmið í „meistara salnum“ og það er að jörðin verði eins og andlegi heimurinn, þar sem gleði og hamingja ríkir, þar sem egóið er ekki lengur til staðar. Staður þar sem allir gera sér grein fyrir hæfileikum sínum og tækifærum og þar sem fátækt, ótti, efi og skortur er ekki fyrir hendi.

Þetta ferli mun taka langan jarðar tíma, þar sem við getum ekki veifað töfrasprota til þess að láta það gerast. Það gerist á hraða hvers og eins, eitt í einu, sérhver manneskja á jörðinni breytir því hvernig hún sér hlutina. Það gerist hægt, en það er að gerast.

Fleiri og fleiri þrá breytingar eftir því sem árin líða. Þið getið líka komið þessum breyting af stað með því að tala um það andlega við fólk. Benda þeim á að þetta sé ekki um trúarbrögð, eða heilagleika. Að vera andlegur þýðir að vera algjörlega trúr æðra sjálfinu og læra að þekkja lægra sjálfið. Þegar því er lokið, þá verður breyting á hugarfari og hugsunum og þá og aðeins þá mun jörðin færast í rétta átt. Það er nú þegar að gerast og það mun halda áfram að gerast. Við höfum markmið og með okkar jarðneskum miðlum munum við hrinda af stað og framfylgja þessum markmiðum.


Maitreya

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur