Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Pýramída hugleiðsla

 

Byrjaðu á því að koma þér vel fyrir og vera í umhverfi þar sem þú verður ekki trufluð/aður.

Andaðu djúpt nokkrum sinnum og finndu hvernig líkaminn verður slakari við hvern andardrátt. 

Dragðu athyglina að fótunum........... 

Sjáðu gullna ljóskúlu neðan við fæturna, þú finnur ljósið  færast upp í iljarnar...................... upp í ökklana áfram upp kálfana, upp eftir fótunum
upp í mjaðmir............... fylla kviðarholið, upp í brjóstholið.............,upp í herðarnar........................ áfram út í hendurnar,... hálsinn og höfuðið og alveg fram í andlitið. 

Finndu ljósið umlykja og fylla hverja frumu, finndu notalegan hita um allan líkamann. 

Þegar líkami þinn er orðin afslappaður skaltu hugsa þér að þú horfir niður á hendurnar á þér og þú sjáir þær baðaðar hvítu ljósi.   

Með þessum höndum og þessu ljósi ætlar þú að byggja pýramídann þinn.  Þú byggir fallegan pýramída og sérð að, að honum liggur fallegur gullinn vegur, þú gengur eftir þessum gullna vegi að pýramídanum og sérð að hann er opinn á einu stað, og þú gengur inn í hann. 

Þegar inn er komið finnur þú fyrir yndislegri orku því að inn í pýramídanum eru erkienglarnir fjórir.   

Þú gengur þér á hægri hönd...... þar stendur Mikael erkiengill. 
Hann er umkringdur rauðri eldorku.     

Þú setur hendur þínar í rauðu eldorkuna biður Mikael um að hjálpa þér að heila það sem er að í líkama þínum,koma honum í jafnvægi. 

Þú andar að þér og finnur hvernig þú fyllist þessari rauðu eldorku frá Mikael. Ef þú hefur spurningar sem þig langar að fá svör við getur þú spurt hann?  Þegar þú hefur notið orkunnar eins lengi og þér finnst þú þurfa, þakkar þú Mikael fyrir hjálpina og gengur aftur í miðju pýramídans.       

Næst gengur þú til vinstri og þar stendur Rafael erkiengill. 

Í kringum Rafael er fjólublá loftorka og þú setur hendur þínar í þessa fjólubláu loftorku og biður Rafael um að hjálpa þér að heila hugsanir þínar. Þannig að neikvæðar hugsanir umbreytist í jákvæðar og vandamál hugans leysist. Þú andar vel að þér og finnur hvernig þú fyllist að þessari yndislegu fjólubláu orku.  Síðan þakkar þú Rafael fyrir hjálpina og gengur aftur að miðju pýramídans.

Þar sem þú stendur í miðjum pýramídanum finnur þú fyrir orku Gabríels erkiengils sem stendur fyrir aftan þig.    

Orkan hans er blá en stundum græn vatnsorka, þú finnur hvernig þessi orka umvefur þig aftanfrá.   

Þú biður Gabríel um að hjálpa þér að heila tilfinningamálin.  
Græða hjartasár og mýkja þitt eigið hjarta. 

Færa fyrirgefningu frið og kærleika til þín og tilfinninga líkama þíns.   Biðja um að verða losuð/aður við ótta og áhyggjur hversdagsins.  Þú andar að þér bláu orkunni hans Gabríels og finnur hvernig þú fyllist af heilandi orku. Þegar þú hefur verið í þessari heilandi orku eins lengi og þér finnst þú þurfa þá þakkar þú Gabríel fyrir hjálpina.

Fyrir framan þig stendur Uriel erkiengill,  hann er umvafinn silfurhvítri orku sem kemur jafnvægi á alla líkamana.   Þú gengur að Uriel setur hendur þínar í silfur hvíta orkuna og biður Uriel erkiengil um að hjálpa þér að komast í jafnvægi og koma á jafnvægi milli líkama, huga og hjarta.  Þú andar að þér orku Uriels og finnur fyrir betra jafnvægi. Þú dvelur eins lengi og þú þarft í umvefjandi orku Uriels og þakkar honum að lokum fyrir þessa yndislegu heilun.

Bak við Uriel sérð þú dyr sem þú gengur út um.........þú kemur í yndislegan rósagarð, rósailminn leggur að vitum þér og þú finnur sólskinið verma þig. 
Þú nýtur orkunnar þarna um stund.  
Þú sérð nú mikið gyllt heilunar ljós.....þú gengur inn í þetta ljós og finnur fyrir kærleiksorku hinnar æðstu veru.  

Þessi orka fyllir þig ótakmarkaðri ást og kærleika.  Þegar þú hefur baðað þig í ást og kærleika hinnar æðstu veru eins lengi og þér finnst þú þurfa, þakkar þú fyrir þig og gengur inn í pýramídann aftur. 
Þú sendir ást og þakklæti til erkienglanna og gengur síðan út úr pýramídanum. 

Síðan sérðu pýramídann minnka þar til að hann hverfur alveg.  
Þú kemur nú hægt til baka og hreyfir fætur þínar og hendur og opnar augun þegar þú ert tilbúin.  

 

Þessi heilunarhugleiðsla er komin frá Nicholas Demetry

 

 

 

Pýramídahugleiðslan

Hugleiðsla við tré

Hugleiðsla fyrir rótarstöð

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur