Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Tilfinninga varnarhjúpur

Tilfinningar eru svo stór þáttur í okkar lífi, að þær eru eiginlega bara lífið sjálft. Við getum nefnt margar tilfinningar með nafni en ekki nærri því allar. 

Það er eins og við höfum einhvers konar tilfinningaminni, eða tilfinningabanka. Tilfinningaminnið er eitthvað sem kemur með okkur úr fyrri jarðvistum og í núverandi jarðvist bætist svo enn í það. Við greinum tilfinningar oft í tilfinningar sem okkur líður vel með og tilfinningar sem okkur líður ekki vel með. Þær sem okkur líður ekki vel með eru þær hugurinn festist í og endurtekur fyrir okkur eins og rispaður geisladiskur. 
Við áföll er eins og hugurinn elski að endurtaka og láta okkur líða illa en það er hans leið til að minna á að þarna eru tilfinningar sem þarf að skoða. Það er hugurinn sem spilar inn á tilfinningaminnið en líka þeir sem eru okkur samferða í lífinu.

Þrátt fyrir að sumir vilji helst vera einir, kemst nánast enginn hjá því að eiga í samskiptum við annað fólk.  Þeir sem veljast í kringum okkur sem vinir og fjölskylda minna okkur á tilfinningar innra með okkur, sem við viljum helst ekki vita af.  Þau vekja oft upp tilfinningar sem valda sárindum, reiði, pirring og svekkelsi. Þetta ber okkur stundum ofurliði og það verða fjölskyldu – og vinaslit. Það er á þeim tímapunkti sem við gerum okkur ekki grein fyrir því að það voru gerðir samningar við þessar sálir um að hjálpa okkur með þessar tilfinningar. 

Stundum verða tilfinningar svo sársaukafullar og íþyngjandi að sterkur vilji vaknar til að deyfa þær. Það þekki ég vel sjálf og mig langar að taka mig sem dæmi um hvernig ég hef náð að deyfa tilfinningar í gegnum árin. Þegar ég byrjaði í skóla, þá var ég í heimavistaskóla, þar voru börn að ala upp börn.  Þar var engin til að hugga, eða hlusta barnið og ég fór að fela það ef einhver kom mér í uppnám og særði mig. Ég vildi ekki láta sjá að ég væri særð eða tæki nærri mér það sem var sagt við mig. Ég gerði allt til þess að fara ekki að gráta, vegna þess að ég vildi ekki að neinn sæi mig gráta.

Eitt af því sem ég notaði til að deyfa sársaukann á þessum árum var matur.  Ég borðaði þó að ég væri orðin södd. Ég byrjaði að þyngjast og tengist sú þyngdaraukning skólavistinni þar sem ég léttist alltaf þess á milli.  Þegar ég horfi til baka á þetta tímabil sé ég að þarna byrjaði ég að yfirgefa sjálfa mig. Ég hætti að vera ég sjálf, ég varð fjarræn og athyglin fór á hið ytra. Ekki innri mig og hvernig mér leið, heldur fór athyglin á það hvað öðrum fannst. 

Frá þessum tíma hef ég verið að fást við það sem við köllum umframkíló, ég gríp í mat þegar eitthvað bjátar á og stundum þarf það ekki að vera mikið. Stundum nota ég mat líka til að fresta einhverju eins og að fara út að ganga eða hreyfa mig eða gera einhver verkefni sem bíða mín.

Ég er kannski ekki búin að prófa allar heimsins aðferðir til að léttast en ég hef alltaf verið sannfærð um að þetta sé tilfinningatengt þannig að ég hef reynt að fara þá leiðina að finna út hvaða tilfinningar eru á bakvið það að borða of mikið og of oft. 

Ég er fyrri lífa og innra barns meðferðar aðili og þekki vel þá vinnu að fara í djúpslökun og leita eftir tilfinningum tengdum erfiðum minningum. Ég hef oft sjálf farið í slíka djúpvinnu, stundum til annarra en líka notað eigin hugleiðslur. Það síðasta sem ég prófaði var dáleiðsla en það hefur ekki borið árangur að minnst kosti ekki enn þá.
Þó að ég standi mig stundum enn að því að deyfa mig með mat, er ég farin að horfa á það sem verkefni að takast á við þá líðan sem liggur að baki. Ég tek eftir því að hugurinn segir mér að eitthvað sé erfitt og vonlaust og ég fæ mér mat. Stundum fæ ég mér líka að borða af því að þá er ég að frestað ákveðnum verkefnum sem ég hef sett mér að gera.

Með því að vera meðvituð um tilfinningarnar sem liggja að baki og sýna sjálfri mér mildi og skilning, vona ég að ég geti smám saman umbreytt þessum mynstrum og verið í sátt með líkamann.

Mér líður vel, þegar líkamanum líður vel og ég reyni allt hvað ég get til að viðhalda getu til að hreyfa mig, því flest öll mín áhugamál tengjast hreyfingu.

Hvort sem það er ánægjulegt eða krefjandi, þá hjálpa tilfinningar okkur. Þær leiðbeina okkur, kenna okkur um okkur sjálf og sýna okkur hvernig við getum vaxið sem sál. Sagt er að jörðin sé skóli tilfinninga. Þannig stefni ég að því að fagna hverri tilfinningalegri lexíu sem leiðir mig í átt til aukinnar sjálfsvitundar og þroska.


Emotional Shielding

Emotions are such a significant part of our lives that they are, in many ways, life itself. We can name many emotions, but certainly not all of them.

Emotions aren’t just reactions to external circumstances, they also reflect our inner states, unconscious memories, and experiences that accumulate throughout our lives. It’s like we have some kind of emotional memories, or emotional bank. The emotional memories are something that comes with us from past lives and continue to accumulate in our current life. We often divide emotions into feelings that we feel good about and feelings that we don’t feel good about. The ones we don’t feel good about are the ones the mind gets stuck on and repeats for us, like a scratched CD.

During trauma, it’s as if the mind loves to repeat and make us feel bad, but this is its way of reminding us that there are emotions that need to be faced in the subconscious mind. It is the mind that taps into those emotional memories, but also those who accompany us in life.

Even though some prefer to be alone, almost no one can avoid interacting with others. The friends and family we choose to be around remind us of emotions within ourselves that we would rather not acknowledge. They often stir up feelings that cause pain, anger, irritation and frustration. This can sometimes overwhelm us, leading to family and friendship breakups. At that point, we don’t realize that agreements were made with these souls to help us work through these emotions.

Sometimes emotions become so painful and overwhelming that a strong urge arises to numb them. I know this well myself, and I would like to use my own experience as an example of how I have managed to numb my emotions over the years. When I started school, I was in a boarding school where children were raising children. There was no one to comfort or listen to the child, and I began to hide my feelings whenever someone upset or hurt me. I didn’t want anyone to see that I was hurt or that I was affected by what was said to me. I did everything I could to avoid crying because I didn’t want anyone to see me cry.

One of the things I used to numb the pain during those years was food. I would eat even when I was already full.  I began to gain weight, and that weight gain was tied to my time at boarding school, as I would always lose weight in between. When I look back at that period, I see that it was when I started abandoning myself. I stopped being myself, I became distant, and my focus shifted to external things. Instead of paying attention to my inner self and how I felt, my focus turned to what others thought.

Since that time, I have struggled with what we call excess weight. I turn to food when something goes wrong, and sometimes it doesn’t have to be a big deal. Sometimes I also use food to procrastinate, such as avoiding activities like going for a walk or completing tasks.

I may not have tried all the methods in the world to lose weight, but I have always been convinced that it is emotionally driven. So, I’ve tried to figure out what emotions lie behind overeating and eating too often.  I am a past life and inner child therapist, and I´m very familiar with the work of going into deep relaxation to explore emotions linked to difficult memories.  I have often done such deep work myself, sometimes with others, but I’ve also used my own meditations. The most recent method I tried was hypnosis, but it hasn’t been successful – at least not yet.

Although I sometimes still find myself numbing my emotions with food, I have started to see it as a task to confront the feelings behind it. I notice that my mind tells me something is difficult and hopeless, and then I reach for food. Sometimes I also use food to procrastinate tasks I´ve set for myself.

By being aware of the underlying emotions behind my actions and showing myself compassion and understanding, I hope to gradually transform these patterns and find peace with my body and feelings. I feel good when my body feels good, and I do everything I can to maintain the ability to move, as most of my hobbies are related to physical activity.

Whether pleasant or challenging, emotions help us recognize what truly matters in our lives. They guide us, teaching us about ourselves and showing us how to grow as a soul. The earth is said to be a school of emotions. In this way, I aim to embrace each emotional lesson as a step towards greater self-awareness and growth.



   

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir joninath@viskaoggledi.is