Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Svörin hið innra

 

9. janúar 2021

Það er margt að gerast á þeim tímum sem við erum á núna og mikið af efni á netinu sem flæðir til okkar í allskyns formi. Eftir því sem efnið verður meira því erfiðara verður að greina hvað er raunverulegt og hvað er uppspunnið, eða hverju er haldið leyndu.

Afstaða himintunglanna er að valda því að það er eins og þoka yfir öllu og þá er mjög erfitt að finna út úr hlutunum. Það er ein góð leið til þess og það er að halda ró sinni á meðan á þessu stendur og vera í tengingu við sitt æðra sjálf og innsæið og fá svörin á þann hátt, það bregst aldrei. Það er gott að vera meðvitaður um að það hefur engin annar svörin fyrir okkur, kannski er einhver samhljómur í því sem aðrir hafa fengið til sín og það er gott að finna að við séum ekki ein á báti.

Reynum umfram allt að fara ekki í óttann og halda að við getum fengið svörin í hinum ytra heimi, við getum það ekki því þau eru svo misvísandi, að við vitum ekkert hverju er hægt að trúa. Það er bara komið að því að við verðum að treysta okkar eigin leiðsögn og innsæi. Besta leiðin til þess er að halda áfram í eigin lífi, lifa hvern dag eins og hann sé einstakur og vera sem mest í tengingu við náttúruna.

Núna er líka tækifærið að sleppa gömlum mynstrum, gömlum skilyrðingum sem við höfum haldið í af því að við lærðum það einhvern tíman. Það er tækifæri til að losa sig við gömul viðhorf, gamlar ímyndir og hugmyndir. Þá er líka gott að skoða hvar við höfum sterka mótspyrnu og af hverju sú mótspyrna er til staðar. Hvenær hún varð til og hvernig við erum að halda henni við.

Það hefur aldrei verið eins mikilvægt eins og núna að staldra við og ákveða að halda sig sem mest utan við dramantíkina, eða kaosið sem er í gangi, hvort sem það er í nærumhverfi eða lengra í burtu. Látum heldur ekki draga okkur inn í deilur og vandamál sem aðrir eru að takast á við. Þetta er ekki okkar líf og þess vegna erum við ekki að takast á við það núna, þannig að við þurfum ekki einu sinni að hafa skoðun á því. Það er kannski ekki alltaf auðvelt að halda sig utan við hringiðuna eða kaosið á meðan á breytingum stendur en það er nauðsynlegt til þess að fara í gegnum um það.

Við getum verið viss um að við fáum leiðsögn og erum á réttum tíma á réttum stað ef traust er til staðar og við fylgjum innsæinu og draumum. Setjum athyglina á það fallega og góða sem er í umhverfi okkar, eins og náttúrunni og öllu því sem gleður hverja stund.

 


 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir hafa samband