Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Ofurnæmi

 

Þegar ég las bók norsku englaprinsessunnar um engla þá gerði ég mér grein fyrir því að ofurnæmni er ein af birtingarmyndum skyggnigáfunnar. Ég hef aldrei talið mig vera skyggna þó að ég sjái eitt og annað með innri sjón og finni fyrir svo ótalmörgu sem er einungis orkulegt. Ég hélt alltaf að allir væru svona, eins og opin bók á umhverfi sitt og orku annarra. Með árunum hefur skynjunin aukist mikið en ég er alls ekki eins viðkvæm og ég var áður enda hef ég hreinlega tekið meðvitaða ákvörðun um að orka sé ekki að hafa svona mikil áhrif á mig. Áður fyrr var ég hreinilega ómöguleg eftir að hafa farið á ákveðna staði, en í dag get ég eiginlega farið út um allt án þess að orka umhverfis og annars fólks hafi áhrif á mig. Ég get farið í verslunamiðstöðvar og í allskyns aðstæður án þess að það trufli mig.

Þegar ég var yngri og þá sérstaklega þegar ég var barn var náttúran minn besti staður til að dvelja á. Það var eiginlega alveg sama hvar ég var í náttúrunni ég gat alltaf fundið GÓÐA staði, orkulega staði, sem gáfu mér vellíðan og slökun. Ég þurfti hreinlega á því að halda að fara út í náttúruna og vera ein með sjálfri mér. Orkan í náttúrunni lét mér alltaf líða betur, hugurinn hreinsaðist og ég var alltaf í betra jafvægi þegar ég sneri aftur heim.

Ég þakka fyrir að ég skildi fá að alast upp án alls þess áreitis sem börn þurfa að takast á við í nútímanum. Ég veit ekki hvar ég væri stödd ef ég hefði þurft að hafa sjónvarp yfir mér öll kvöld og alla daga þegar ég var barn þar sem ég skynja mjög sterkt alla orku sem það sendir út. Ég bókstaflega fór inn í sjónvarpsefnið og upplifði þær tilfinningar sem þar voru í gangi, reyndar geri ég það ennþá en ég er líka afskaplega sjaldan fyrir framan sjónvarpsskjá nema að sjónvarpsefnið hafi gefandi áhrif sem er t.d. á Gaia sjónvarpsrásinni.

Það er samt ýmislegt ennþá sem ég er ekkert að sækjast sérstaklega eftir, en ég fer aldrei á skemmtistaði enda finnst mér ég ekki eiga erindi þangað og oft vil ég frekar vera heima með sjálfri mér en að vera í félagsskap sem mér finnst ekki hafa neinn tilgang. Fyrir mig skiptir miklu máli að eiga góða nágranna vegna þess að ég finn fyrir tilfinningum þeirra sem eru í nábýli við mig.

Það sem ég er að læra núna um þessar mundir er að hætta að dæma mig fyrir að vera svona næm, að þykja vænt um að ég hef þessa hæfileika og að ég skuli hafa ákveðið að fæðast með þá til að skynja með þeim hætti sem þessi tegund af skyggnigáfu hefur gefið mér.

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir joninath@viskaoggledi.is