Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Hjartað og þögnin

 

Hjartað mitt stækkar og springur út,
eins og endalaust vor,
vorið er bjart það vakir og blómstrar.
Laufin verða græn,
síðar birtast blómin,
ofur rauð, skær bleik og blá.

Ekkert er eins,
þetta er reynslan sem lífið heldur á.
Er eitthvað um það að segja:
Nei, hlustaðu á þögnina, þegja,
sofa, ræskja sig og vera ofan á.

JG

Hjartað


Hjartað mitt elskar á ný,
það er svo gott að finna það,
rödd ástarinnar er þúsundföld,
án ótta,  án efa, án orða, allt er orðið bjart
eins og ris sólarinnar, salir himnanna.

Ég elska rósir, ég elska vorið,
ég elska fjöllin,
ég elska að vera til.
Ég hef valið, ég hef valið að vera til,
ég hef valið að vakna til vitundar um þig.
Enginn er sem áður, svona hér um bil.
Það svífa yfir töfrar sem tendra mig og þig,
vertu vakandi, vorið er hér,
það er engin endir, en upphafið er til.

JG

 

 

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

 

 

 

 

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir hafa samband