Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Merking orða

 

4. apríl 2008

Við sem pælum í því óskilgreinda, ósnertanlega finnum oft fyrir því hversu orðafátæk við erum um allt sem tengist þeim málum. Við eigum til dæmis ekkert orð yfir enska orðið "Channel" sem flestir þýða sem "miðill" en það er í rauninni ekki það sama og miðill (medium) sem kemur með skilaboð að handan frá venjulegum sálum sem hafa yfirgefið jarðsviðið. Það að vera "channel" er að koma með skilaboð frá æðra sjálfinu, Guði, andlegum leiðbeinendum, upprisnum meisturum, englum, erkienglum eða verum utan úr geimnum.

Þessi orðafátækt er ekki bara hér á landi heldur líka í enskumælandi löndum, þó held ég að íslenskan sé ennþá fátækari á orð yfir andlegt efni heldur en enskan. Þeir sem eru að sinna andlegum málum hafa verið í vandræðum með að finna orð sem nær yfir það andlega í víðasta skilningi þess orðs. Orð eins og "Spritual" hefur verið og er mikið notað af kristnum trúarbrögðum en orðið þýðir andlegur eða trúarlegur og því hefur verið reynt að finna orð sem nær yfir það andlega í heild sinni. Við vitum að það að vera andlegur getur þýtt miklu meira en það eitt að vera kristinn.

Skilningurinn sem flestir leggja í orðið trúaður tengist ákveðnum fræðum skipulagðra trúarbragða sem yfirleitt byggjast á ákveðnum reglum, stjórnun og helgisiðum sem þarf að fylgja til þess að upplifa tengingu við Guð hann er yfirleitt sagður vera karlkyns og utan við mannkynið.

Þeir sem eru í andlega geiranum í enskumælandi löndum hafa viljað finna orð sem næði yfir það sem þeir eru að fást við, þ.e.a.s. það andlega í víðasta skilningi þess orðs. Eina orðið sem þau hafa fundið ennþá er orðið "Metaphysics" eða frumspeki eins og það er þýtt í ensk - íslenskum orðabókum hér á landi. Fólki hefur heldur ekki fundist þetta orð nógu gott til þess að aðgreina þessa þætti en á meðan ekkert annað finnst þá verður þetta orð notað. Kannski getum við notað áfram orðið andlegur í íslenskunni því við tengjum það í rauninni ekki endilega við ákveðin trúarbrögð heldur hefur það í rauninni miklu víðtækari merkingu. Ég ætla samt að láta fylgja hérna útskýringar sem ég fann á orðinu "Metaphysics" á vefsíðunni http://www.cosmiclighthouse.com (vefsíðan hefur verið lögð niður)

Hvað er Metaphysics/frumspeki?
Samkvæmt hefðbundinni amerískri orðabók:

Met-a-phys-ics er ein tegund af heimspeki sem kannar eðli raunveruleika svo sem samband á milli huga og efnis, undirstöðu og eiginleika, staðreynda og gilda.

Samkvæmt Wikipedia:
Metaphysics/frumspeki er partur af heimspeki sem kannar í meginatriðum raunveruleika sem nær til ákveðinna vísinda, venjulega heimsmyndar -og verufræði. Það nær líka til útskýringa á raunverulegu eðli mannvera og alls heimsins.

  • Hvað er raunveruleikinn?
  • Af hverju er heimurinn til og hver er uppruni hans eða frumsköpun?
  • Er til veröld handan við hugann?
  • Ef eitthvað er til, hvaða hlutverki gegnir það?


Okkar skoðun er sú að frumspeki sé um könnun þess heims og raunveruleika sem er utan við það sem okkar hefðbundnu fimm skilningavit geta skynjað. Við trúum því að það sem er talið vera andlegt og frumspekilegt í dag sé orðið að vísindum á morgun. Bara vegna þess að við getum ekki skilið það, þýðir ekki að það sé ekki til. Staðreyndin er sú að þetta er um framsækni huga og vitundar.

 

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur