Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

 

 

Fallega sálin


Hvað varð um fallegu sálina sem guð sendi út í heiminn sem neista af sjálfum sér? Fallega sálin sem er bara kærleikur, fór af stað uppfull af þeirri ást sem hún er til að upplifa lífið á jörðinni. Hvað varð um sálina? Hvað varð um mig, þig og okkur öll? Hvað gerðist? Sálarkúlurnar voru í upphafi bara hreinn kærleikur, hrein ást vegna þess að þær eru komnar úr kjarna ástar sem er bara hreinn kærleikur. Sálin er svo falleg, svo kærleiksrík og námsfús að læra og lifa í efnisgerðum líkama í jarðarskólanum. Hvað gerðist? Hvað breyttist? Hvernig gátum við hætt að muna að við erum kærleikur, hreinn kærleikur sem er komin af Guði? Af hverju hættum við að muna hver við erum í raun og veru? Af hverju fórum við að hugsa allt út frá því að lifa af, komast af, halda að við séum það efnislega, halda að lífið sé bara það efnislega það sem við sjáum og getum snert. Halda að það sé efnið sem skipti öllu máli? Hvert fór vitneskja okkar um guðdómleika okkar?

Áður en við lögðum í ferðalagið höfðum við hástemdar áætlanir um það hvernig samskiptum okkar yrði háttað á jörðinni. Við höfðum óendanlegan kærleika til hvors annars og vitneskju um að við værum að fara að færa hvort öðru himneskar gjafir með nærveru okkar og samskiptum.

Hvað gerðist? Sálarkúlurnar voru í upphafi bara hreinn kærleikur, hrein ást vegna þess að þær eru komnar úr kjarna ástar. Varla leiddist guði og bjó þess vegna til allar þessar tilfinningar, sem við erum að upplifa á jörðinni. Sumir segja að jörðin sé til þess að læra um tilfinningar, allskonar tilfinningar til þess að kærleiks neistarnir geti orðið þroskaðar tilfinningaverur.

Tilfinningar eru ótal margar í jarðarskólanum, ef við hugsum okkur að við séum eins og saklaus börn sem eru að byrja í skólanum. Í stað þess að læra að lesa, skrifa og reikna þá lærum við í gegnum allskonar tilfinningar í samskiptum við aðra. Kannski er það, það eina sem við erum að læra. Stundum gerum við okkur ekki einu sinni grein fyrir því um hvaða tilfinningar er að ræða og ég tala nú ekki um hvernig við eigum að bregðast við. Það er varla hægt að ætlast til þess að við getum vitað hvernig hægt er að elska aðra í gegnum allar þessar tilfinningar þar sem við sjáum ekki í gegnum blekkingarnar í kringum þær. Þrátt fyrir það þá erum við eins og börnin í skólanum sem verða færari að lesa, skrifa og reikna, það eina sem er öðruvísi er að við verðum færari í því að takast á við tilfinningar, eða þannig getur það orðið ef við leggjum okkur fram.

Við lærum um allskonar tilfinningar og við lærum að hugsa um tilfinningar og draga þær þannig fram og muna þær aftur í tímann. Þá gerist það stundum að við náum ekki að slíta okkur frá ákveðnum tilfinningum og höldum fast í þær, sérstaklega það sem við myndum flokka sem neikvæðar tilfinningar, neikvæða atburði. Þar vinna hugur og tilfinningar saman í því að halda þeim í hringrás. Það myndast hringrás, sem viðhelst líf eftir líf og það hleðst alltaf meira og meira á þessar sömu tilinningar sem snerta okkar á sem dýpstan hátt. Það er ekki eins hjá neinum, engin upplifir á sama hátt. Inn í líf okkar kemur fólk sem við sömdum við sem sálir áður en við fæðumst, það er fólkið sem við elskum í lífinu, fólkið sem er okkur náið það er fólkið sem við sömdum um að ýta á viðkæmustu tilfinningatakkana, til þess að við getum munuð hverjar þessar tilfinningar eru svo við getum horfst í augu við þær og skoðað hvað er á bakvið þær. Það eru auðvitað fleiri en þeir sem næstir okkur standa sem ýta á takkana því oft eru það líka fólk sem við erum með í skóla, vinnu, eða aðrir í samfélaginu.

Ef við hefðum ekki aðra í kringum okkur hvernig ættum við þá að læra hver við raunverulega erum á bakvið tilfinningarnar. Það er eins og við höfum tekið að okkur að læra sérstaklega vel hvert og eitt um ákveðnar tilfinningar, engin er með nákvæmlega sama lærdóminn. Sérgreinarnar eru margar og þess vegna er sagt að við getum ekki dæmt um aðra fyrr en við höfum gengið nákvæmlega í þeirra fótsporum. Þegar við höfum leitað inn á við hvert á sinn hátt þá sjáum við töfrana á bakvið tilfinningarnar, sjáum hvaða þroska þær hafa fært okkur sem sál.

Þannig lærum við smám saman að við erum ekki óvinir hvers annars heldur erum við hjálpast að við að læra um tilfinningar og sjá út að hver og einn er í sinni heildarmynd að finna út sinn kærleikskjarna. Við erum sem sagt hvert og eitt okkar kærleikskjarni að hjálpa öðrum kærleikskjarna að skína í gegnum tilfinningar sem eru í raun eins og litrík ský sem hindra það að sólin/sálin skíni skært og við séum meðvituð um kærleikann sem við raunverulega erum. Fallega sál, hvernig getur þú munað hversu mikil ást þín er?

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir hafa samband