Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Eilíft líf

23. desember 2012

Þú ert einstök sál, engin er alveg nákvæmlega eins og þú. Þó að líkami þinn í þessu lífi geti verið á ýmsa vegu þá ert þú ekki líkami þinn, þú ert sálin þín og sálin þín er eilíf. Oft erum við svo upptekin af líkamanum, af farartækinu sem við veljum okkur til að læra af í tímabundinni jarðvist að við erum ekki meðvituð um sálina. Það er ekki fyrr en við vöknum til vitundar um að það er eitthvað meira, eitthvað sem við getum ekki séð eða fundið fyrir nema þegar við tengjum okkur við orkuna.

Sálin okkar er svo miklu stærri en líkaminn, farartækið eða efnisgerðin sem geymir sálina í jarðlífinu getur ekki borið nema um það bil 10 -15 % af sálinni, þannig að meirihluti sálarinnar er í öðrum verkefnum samhliða því sem við dveljumst í jarðlífinu. Þessu eina jarðlífi sem við erum meðvituð um hverju sinni.

Engin deyr heldur í raun og veru, lífið heldur áfram, líka hjá þeim sem eru ekki lengur í líkama á meðal okkar. Við getum haft samband við þau sem eru farin, hafa yfirgefið þetta jarðsvið ef við óskum þess. Þau koma til okkar í orkunni eða andanum ef við biðjum þau um að koma.  Á sama hátt getum við beðið sálir sem eru í líkama en eru fjarri okkur um að koma og tala við okkur. Við finnum kannski ekki fyrir þeim en við getum verið viss um að þau eru þarna, vegna þess að þau voru boðin í heimsókn.
Allir geta meðtekið og talað við aðrar sálir hvort sem þær eru í líkama, eða utan líkama. Þegar við trúum og treystum því að við séum eilíf og ekkert geti aðskilið okkur, ekki einu sinni dauðinn þá er aðskilnaðurinn ekki eins sársaukafullur.

 

 


 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir hafa samband