|
Bleika ástarskýið
Oft hef ég skrifað um ástina og hvernig hún hefur birst í mínu lífi. Hvernig nærvera annarrar manneskju hefur kveikt á (eða hjálpað mér að muna) minn guðlega kjarna. Flest þekkjum við þá tilfinningu að verða ástfangin, finna hvernig eitthvað undursamlegt kviknar í hjarta okkar og lætur okkur svífa á bleiku skýi. Það er eins og minningin um okkar sanna sjálf, okkar æðri þátt, verði skyndilega ljóslifandi.
Ég hef hugsað mikið um þessa undursamlegu tilfinningu hvernig hún verður til. Hvaðan kemur þetta bleika ský, þessi djúpa gleði? Kemur hún frá hinum aðilanum vegna þess að hann elskar mig svo mikið? Eða getur þessi tilfinning, í raun, komið frá mér sjálfri?
Þar staldraði ég við og varð ljóst eitt augnablik að þessi tilfinning hlyti að koma frá mér sjálfri. Hún ætti upptök sín í mínu eigin hjarta. Enginn utanaðkomandi getur látið mér líða svona, þetta er eitthvað sem kemur innan frá, en annar aðili getur samt verið kveikjan að því. Það er eins og hinn aðilinn spegli mig og sú speglun vakni í mér sem þessi dásamlega tilfinning.
Ég hélt að enginn hefði hugsað þetta svona, en nokkrum dögum eftir þessa uppgötvun rakst ég á bók sem fjallaði nákvæmlega um þetta. Þar stóð að tilfinningin sem við finnum þegar við erum ástfangin komi ekki frá öðrum, heldur okkur sjálfum.
Þegar ég las þetta í bókinni, velti ég því fyrir mér: Fékk ég þessa hugmynd úr bókinni áður en ég las hana, vegna þess að textinn í bókinn talað til mín í samvitundar orkunni? Eða var þetta staðfesting á þeirri hugmynd sem ég var nú þegar með? Hvort sem var, skipti ekki máli. En í bókinni segir reyndar að við getum alveg eins upplifað þessa tilfinningu ein með sjálfum okkur og það finnst mér ákveðin staðfesting á því sem ég hafði þegar uppgötvað.
Með því að virkja guðsneistann innra með okkur getum við upplifað þessa dýpstu ást hvort sem við höfum annan aðila við hlið okkar eða erum ein. Við erum sjálf kveikjan að ástinni hið innra.
The Pink Love Cloud
I have many times written about love and how it has manifested in my life. How the presence of another person has ignited (or helped me remember) my divine essence. Most of us know the feeling of falling in love, experiencing how something wonderful stirs in our hearts and makes us float on a pink cloud. It feels as though the memory of our true self, our higher nature, suddenly becomes vividly alive.
I have thought a lot about this extraordinary feeling how it comes to be. Where does this pink cloud, this profound joy, come from? Does it arise from the other person because they love me so much? Or could this feeling, in reality, come from within myself?
There, I paused for a moment and realized that this feeling must come from within me. Its origin lies in my own heart. No external force can make me feel this way, it is something that arises from within, though another person can certainly act as the catalyst for it. It is as if the other person mirrors me, and that reflection awakens this incredible feeling within me.
I thought no one else had viewed it this way, but a few days after this realization, I came across a book that spoke about exactly this. It said that the feeling we experience when we are in love does not come from the other person but from ourselves.
When I read this in the book, I wondered: Had I somehow picked up this idea from the book before reading it, because the text spoke to me through a shared energy of consciousness? Or was it a confirmation of a thought I had already formed? Either way, it didn’t matter. But the book did say that we can just as easily experience this feeling alone, with ourselves, and to me, that felt like confirmation of what I had already discovered.
By activating the divine spark within us, we can experience this deepest love whether we have another person by our side or are alone. We ourselves are the source of the love within.
|
|