Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Álfar – huldufólk og aðrar náttúrverur

1. janúar 2014

Þar þetta er sá tími sem hefur verið helgaður álfum, huldufólki og öðrum náttúruverum hér á landi í gegnum tíðina þá er það ekki skrítið að fyrsti pistill nýársins skuli snúist um þessar verur sem hafa fylgt okkur eyjaskeggjum frá upphafi byggðar og hafa verið hér áður en landið byggðist af okkur mannfólkinu.

Við sem búm hér á landi þekkjum mörg til sagna sem hafa verið sagðar af álfum og huldufólki þar sem fólk bar áður fyrr mikla virðingu fyrir þessum verum og það var alltaf talað um að álfar og huldufólk stæðu í búferlaflutningi á þessum árstíma og var þá sérstaklega talað um áramótin í því sambandi. Áður en öll sú nútímatækni sem við þekkjum í dag ruddi sér rúms varð fólk líka miklu meira vart við þessar verur þar sem þau voru oft ein á ferli fótgangandi, eða á hestum í alla vega veðrum og við getum rétt ímyndað okkur hversu oft þessar verur hafa hjálpað fólki í neyð. Eflaust hafa margir forfeður okkar og formæður fengið leiðsögnin heim á leið í kafaldsbyl þegar ekkert skyggni var og engin leið að sjá neina götu til að fara eftir.   

Sumir gátu séð þessar verur, á meðan aðrir gátu einungis skynjað þær, eða heyrt í þeim og þannig er það enn þann dag í dag við erum misskyggn eða næm á náttúrverurnar. Ef við erum mjög tengd náttúrunni og erum meðvituð um þessar verur þá getum við verið viss um að þær munu hafa sambandi við okkur með einhverjum hætti. Við getum líka fundið fyrir því að sumstaðar eru staðir sem þar sem þessar verur vilja ekki láta ónáða sig. Það er meira að segja þannig á stöðum sem eru þekktir fyrir að vera álfabyggðir á landinu að þar eru ákveðnir staðir þar sem náttúruverurnar vilja ekkert með ágang okkar mannfólksins hafa. Oft eru þetta verðir staðanna, en oft eru þetta líka verur sem kæra sig ekki um að hafa samkipti við okkur.

Þegar við tölum um þær náttúruverur sem vilja ekki láta raska sínum högum þá höfum við ótal dæmi um það hvernig þær hafa getað haft áhrif á gang mála t.d. í sambandi við vegagerð, húsbyggingar og fleira. Við höfum jafnvel heyrt það í fréttum að ótrúlegust hlutir hafi gerst og að fólk hafi slasast, bílar og tæki hafi bilað og oltið og allt þar fram eftir götunum. Það er líka mjög þekkt hér á landi að það verður aldrei friður í þeim húsum sem hafa verið byggð í óþökk þeirra náttúruvera sem voru fyrir á því landi sem húsið var byggt á og létu vita af því að þess væri ekki óskað að hús væru byggt á staðnum. Náttúrverurnar hafa alla tíð haft einhverja sem þeir hafa getað komið skilaboðum sínum á framfæri til þannig að fólk hefur vitað fyrirfram að það var vilji þeirra að ekki væri byggt á staðnum. Þegar fólk hefur hundsað skilaboð náttúruveranna hefur það síðan staðið frammi fyrir því að það sem sagt var kom fram vegna þess að upp komu ótal atvik sem sönnuðu að náttúruverunum var full alvara með það sem þær sögðu.

En þeir sem hafa gert vel við náttúrverunar vita líka að þær launa ríkulega fyrir það sem vel er fyrir þær gert.  Þannig að það er okkur mannfólkinu ávallt til hagsbóta að virða og taka tilliti til þeirra óska sem þær koma á framfæri við okkur. Þessar verur hafa notið virðingar meðal forfeðra okkar og formæðra og við ættum ekki að efast svo mikið um það sem hefur verið sagt í gegnum tíðina, vegna þess að þó að við köllum sögurnar sem við heyrum, eða lesum þjóðsögur þá er alltaf einhver ástæða fyrir því að þær hafa verið sagðar og þeim hefur verið haldið á lofti.  

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir hafa samband