Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Hvernig áföll í barnæsku hafa áhrif

Þörfin til að læra heilun

Margir finna köllun til að læra heilun eða aðrar meðferðir sem styðja og hjálpa öðrum á einhvern hátt. Oftast er þessi þrá sprottin úr því að vilja vinna með eigin innri sársauka. Við erum speglar hvert fyrir annað og þegar við hjálpum öðrum að vinna úr sínum áföllum, þá erum við á sama tíma að vinna úr okkar eigin.

Áfallaminningar í líkama og orku. Áföll sitja ekki aðeins í huganum heldur líka í líkamanum og orkukerfunum okkar.

• Efnislíkami: Geymir orkuna í þéttasta forminu, beinin, vöðvar, sinar, lifrin, hjartað,    lungun, vökvakerfi.

• Eterlíkaminn: Liggur næst efnislíkamanum og hefur næst þéttustu orkuna og er þar    með líka mjög fastheldin á orku þegar við byrjum að losa hana út.

• Tilfinningalíkaminn: Tengist magastöðinni og geymir tilfinningaleg áföll.

Þessar minningar liggja í líffærum, vefjum, orkupunktum og orkuhjúpnum þar til þær eru meðvitað losaðar. Þarna eru oft mikið af tengiböndum við annað fólk.

Magastöðin/sacral orkustöðin 3 til 8 ára.

Á aldrinum 3–8 ára virkjast þessi orkustöð sem tengist sköpun og tilfinningum. Áföll á þessum aldri geta myndað blokkeringar sem hindra sköpunarkraft, gleði og tengingu við lífið. Slíkar blokkeringar geta jafnvel orðið til þess að við leitum í fíknihegðun til að deyfa tilfinningar.

Sólarplexus 8 til 11 ára

Frá 8–11 ára virkjast sólarplexus, sem tengist sjálfsmati og því hvernig við speglum okkur í augum annarra. Áföll á þessum aldri geta brotið niður viljastyrk og gert okkur erfitt fyrir að:

• standa með sjálfum okkur,
• virða eigin skoðanir og óskir,
• aðgreina eigin þarfir frá þörfum annarra.

Þar getur myndast brenglað sjálfsmat sem fylgir okkur áfram inn í fullorðinsárin.

Heilunin
Felst í því læra að vinna með okkar eigin sáru minningar. Þannig opnast leið til að heila okkur sjálf og þar með möguleiki til að hjálpa öðrum með sama hætti.

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir hafa samband