Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Aftenging anda og líkama

 

Aurora - miðlað af Karen Downing

14. maí 2013

Ef þú hefur fundið fyrir syfju, svima, að vera utan líkamans, eða öðrum óþægindum, þá ert þú að finna fyrir áhrifum af nýjustu breytingunum á jörðinni. Eftir undangengið tímabil reiði / ótta losunar, er orkulíkaminn nú að stilla sig inn á nýtt tíðnisvið. Þetta er vegna þeirrar tíðni hækkunar sem nú hefur náðst hjá jörðinni, og mannkyni. Vegna þessara breytinga eru höfuðstöðin og þriðja auga orkustöðvarnar farnir að taka við meiri örvun. Eftir því sem orkustöðva kerfið heldur áfram að þróast, munu þessar orkustöðvar flæða meira og breyta því sem þær gera.

Þetta orku innstreymi getur látið þér finnast eins og þú sért tekin út úr þínum eigin líkama og að það sé erfitt að vera jarðtengd/ur og til staðar í raun og veru. Þeir sem eru í kringum þig verða hissa á því hversu öðruvísi þú virðist vera, en það er bara vegna þess að þú ert ekki „þarna“ á sama hátt og þú hefur verið áður. Það munu ekki allir fara í gegnum þessa aðlögun á sama tíma, þannig að það getur verið tilfinning fyrir aftengingu við suma í lífinu þínu.

Þér getur einnig fundist þú verða áhugalaus á þeim hlutum sem vanalega veittu þér gleði og líkamlegu skynfærin hafa styrkst. Með þessu orku innstreymi, ert þú að verða næmari á mismunandi áreiti og það sem þú hefur alltaf skynjað í umhverfi þínu (hljóð, lykt, ljós) getur farið að líta út fyrir að vera bjartara, háværara og lyktsterkara en áður. Þú ert farin að sjá heiminn með nýrri lífsfyllingu og von, en aðeins ef þér hefur tekist að komast yfir reiði tímabilið sem hefur verið lyft nýlega.

Reyndu eins og þú getur að akkera þig við jörðina og notaðu jarðtengjandi steina svo sem reyk kvars (Smoky Quartz), hrafntinnu (Obsidian), hematít (Hematite) og ónyx (Onyx). Einn er nóg, þessir kristallar munu hjálpa þér að halda einbeitingu og að upplifa núið, en leyfa samt vinnunni með líkamann að halda áfram. Þegar þú finnur að þú ert að detta út þá er gott að setjast, eða leggjast og láta orkuna gera það sem hún þarf að gera. Margir streitast á móti orkunni, en ef þú hefur tíma til, þá er alltaf gott að slaka á svo að leiðbeinendur þínir geti gert allt sem þeir þurfa að gera.

Til þess að nota orkuna á þessum tíma á sem æðsta og besta hátt þá er best að fá eins mikinn svefn og þú getur. Ekki leyfa lægra sjálfinu þínu að láta þig finna til sektarkenndar fyrir svefninn. Svo lengi sem þú hefur náð að komast yfir öll skylduverk dagsins, þá er góður svefn það besta sem þú gerir fyrir sjálfa/n þig. Það er svo mikil þörf fyrir hvíld í hvert skipti sem þú ert að jafna þig eftir að hafa losað út djúpar tilfinningar.

Hið öfluga nýja tungl þann 9. maí var nýjar dyr til að ganga inn um. Frá þeim tíma, hefur tilfinning um aftengingu anda og líkama verið mjög ríkjandi. Nýtt tungl í nauti var um það að uppgötva hvers virði þú ert, finna þinn eigin styrk og skoða eigin sannfæringu og gildismat. Það gæti hafa valdið róstur tíma tilfinningalega, sérstaklega ef þú fórst að skoða tilfinningar þínar sem tengjast ástvinum þínum. Orka nautsins er hérna til þess að kenna þér hvers virði þú ert. Margir líta oft á verðmæti sem eitthvað sem einungis tengist peningum, en það getur verið miklu meira en það. Orka nautsins er einnig gagnleg til þess að ákvarða hvernig þú virðir tímann þinn, orkuna þína og tilfinningar þínar. Ert þú að sóa einhverjum af þessum dýrmætu auðlindum?

Það er þessi losun gamalla viðhorfa, sem hafa skolað svo mikilli reiði upp á yfirborðið á undanförnum vikum. Mörgum sinnum hefur þú komið skoðunum þínum fram vegna ótta, eða skilyrðinga. Og þegar þú sleppir ótta og skilyrðingum, þá eru þessi viðhorf ekki lengur að hljóma við orkuna þína. Til dæmis, ef þú hefur verið að eyða tíma með einhverjum vegna þess að þú óttast að særa tilfinningar hans/hennar, gætir þú hafa upplifað þig í erfiðum aðstæðum þar sem þú þarft að velja á milli þess að eyða tíma með þeim, eða að nota þennan tími til þess að einbeita þér að persónulegum markmiðum þínum. Manneskjunni líkaði ekki að þú valdir að vera ekki með henni. Hins vegar, ef þú lentir í þesskonar ákvörðun, þá gaf það þér tækifæri til að finna út hvort þú óttast að særa tilfinningar hennar.

Það sem eftir er af þessum mánuði snýst um að byggja upp nýja orku, sem er öll um þig. Þú ert miðpunktur þíns heims, þú og þín sannfæring skapa heiminn þinn. Ef viðhorfin þín er ekki lengur sönn fyrir þig, þá er öflugur tími núna til þess að endurskoða þau og sleppa þeim.

Nú þegar nýtt tungl er afstaðið, eru hvers konar skilyrðingum og aðlögunum á skoðunum / gildum og breytingum í orkunotkun hlaðið inn í orku líkamann þinn. Vegna þessa hefur þú tilfinningu fyrir aftengingu anda og líkama þar til nýju jafnvægi er náð. Fram að fullu tungl í þessum mánuði (maí 24), hefur þú tíma til þess að klára þetta endurnýjunar ferli og meðfylgjandi uppfærslu á líkamanum. Notaðu þetta tækifæri til þess að líta á stuðningsorku nautsins sem tengist því sem þú virðir í lífi þínu. Skoðaðu hvar ótti þinn getur samt verið að halda aftur af þér. Svo þegar fullt tungl er afstaðið, þá getur þú áhyggjulaust sleppt einhverju úreltu gildismati.

Love, Aurora

Aurora fleiri bréf

Heim