Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Lexían um veraldlegar eignir

Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Það eru engar tilviljanir, þetta er bara um það hvernig þú eða alheimurinn hafið valið að kenna þér. Þið hafið svo miklar áhyggjur af peningum, eigum, fólki og börnum, og mörgu öðru, en bara ef þið gætuð látið af áhyggjunum, þá myndi alheimurinn vita aftur hvað þið og þessi vandamál og fólk þarf.

Þú kemur alslaus inn í lífið. Allt sem þú þarft á þeim tíma, þangað til þú snýrð aftur heim, er fyrir lífslexíurnar þínar, og fyrir þig að nota um ævina.  Það er tilgangur þeirra sem vaka yfir þér úr okkar heimi, að ganga úr skugga um að þú hafir það sem þú þarft. Þú velur stjörnufræðilega þann tíma og hvernig þú ætlar að nota hann. Ekkert er þitt til að halda í, og því betur sem þú getur séð það þannig, því betri verður þú í að nota það.

Þú velur sorgar - og hamingjustundir, þær eru þarna til þess að læra af.  Í gegnum lífið muntu hafa mörg svona augnablik. ÞÚ ert skapari þíns eigin raunveruleika. Meira að segja rafeindatæknin sem þú notar, kom frá okkur í upphafi, beint í gegnum einstaklinga sem telja að þetta væri þeirra snilldar hugmynd, en hafa enga hugmynd um að það kom frá okkur í okkar heimi.

Þú heldur engu í lok lífs þíns, og ferð aftur heim eins og þú komst, bara með sálina þína og minningar, jafnvel líkami þinn er að láni fyrir þig! Þú ert hrein vitund og orka. Þú skilur allt eftir sem þú hefur áunnið, eða glatað, en ef þú skilur peninga eða eigur eftir þig, þá mun næsta kynslóð og þeir sem þú áskilur þessar eignir til, hefja sínar lexíur í að nota þessar gjafir. Valið sem þú gerir áður en þú fæðist er nákvæmt og ef það er eitthvað sem ekki hægt að ná fram vegna vals annarra þá mun alheimurinn bara velja aðra leið.

Það eru engar tilviljanir, þetta er bara um það hvernig þú eða alheimurinn hafið valið að kenna þér. Þið hafið svo miklar áhyggjur af peningum, eigum, fólki og börnum, og mörgu öðru, en bara ef þið gætuð látið af áhyggjunum, þá myndi alheimurinn vita aftur hvað þið og þessi vandamál og fólk þarf. Áhyggjur þínar og hluttekning stöðva þá eða að vandamálin séu notuð og að það sé hægt að læra af þeim. Þú gerir í raun hlutina erfiðari fyrir þig sjálfa/n, vegna þess að þú stöðvar flæðið. En, svona hefur þetta verið frá upphafi á jörðinni, þú getur ekki breytt þér fyrr en þú breytir sálar mynstrinu þínu, þú getur ekki heldur haldið áfram inn í nýja orku þar sem það þarf breytingar til þess að gera það.

Það eru svo margir sem koma heim til okkar með djúpa eftirsjá yfir því hvað þeir kusu að gera. Í stað þess að fylgja innsæi sínu, völdu þeir aðra leið, og vegna þess þurfa þeir að snúa aftur til að gera aðra tilraun við lexíurnar sem þeir völdu. Að lokum, það kemur að því eftir fjölda lífa (þú velur hversu mörgum) án þess að gera breytingar, þá kemur þú til okkar kennaranna og biður um hjálp við að koma þér áfram. Þegar það gerist, þá veljum við erfiðustu lexíurnar fyrir þig og leiðbeinum þeim sem sjá um þig, verndara, sem þú kallar leiðbeinendur, að það þurfi að takast á við þessi vandamál. Það er ekkert val, þú verður að  fara í gegnum mjög erfiðan tíma til þess að gera það, á vissan hátt að neyða þig til að læra það sem er nauðsynlegt fyrir þroskann þinn. Það var ekki auðvelt fyrir sálina mína að horfa á miðilinn minn Margaret fara í gegnum samdrátt, missa allt sem hún átti, þar með talið fjármuni sína og að fara í gegnum mikla vosbúð og erfiðleika. Þetta var leiðin sem hún valdi til að læra lexíurnar sínar og uppfylla lífsáætlunina.

Þú mátt vita að það er ekkert "þitt," allt er til staðar fyrir nám þitt og þroska. Þegar litið er á það þannig þá hættir það að vera persónulegt vandamál, og gerir þér kleift að sjá lífið öðruvísi en aðrir. Þú ert heldur ekki að trufla, á hvaða hátt alheimurinn hjálpar þér að halda áfram með sálarviskuna. Slepptu skilyrðingum og ótta um að halda áfram, þetta er þitt líf. Hvort sem þú velur strembið eða létt líf, þú ert að læra. Reyndu að gera það að skemmtilegri reynslu hvern dag fremur en að hafa það sársaukafullt. Þetta er allt blekking fyrir það sem þú ert að læra, ekkert annað!

Maitreya

 

Kennsla Maitreya

Heim

 

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur