Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Hvernig meistararnir líta út

 

Maitreya - miðlað af Margaret McElory

Veröld okkar er ekki um himneskar verur með meisturum sem líta út eins og Jesú, þetta er hvorki heimur þar sem við tölum í lágum hljóðum eða ávörpum aðra og fólkið á jörðinni sem "elskurnar mínar!" Við erum ekki í skikkjum, við erum bara eins og þú, nema að við getum birst þér á þann hátt sem þú vilt að við birtumst þér.

Ef þú ímyndar þér okkur eins og engla, þá er það, það sem hugur þinn skapar. Flestir af þeim sem hjálpa á móttöku svæðunum og komu stöðunum eru læknar og hjúkrunarfólk sem hafa komið yfir í okkar heim og þurfa ekki að snúa aftur til jarðarinnar. Meistararnir eru bara kennarar, þeir eru ekki "herrar og frúr," bara sálir sem hafa uppljómast og hafa ótrúlega þekkingu og visku úr jarðneskum lífum sínum og andlega reynslu.

Við erum ekki alvarleg heldur, við hlæjum allan tímann, en ekki á kostnað annarra. Það hefur komið fyrir að við klæðumst gallabuxum, já gallabuxur; vegna þess að við getum skapað það sem við klæðumst með huganum og það getur verið frá hvaða endurfæðingu, eða tímabili sem við kjósum. Það er svo gaman okkar heimi, því að við höfum séð í gegnum blekkinguna og hinar efnislegu þarfir. Það eruð þið sem óttist okkar heim og oft getur óttinn stöðvað ykkur við að fara yfir! Veröld okkar er ekki aðeins hvíldarstaður, heldur einnig fallegur heimur.  Það er ekki ein sál sem vill snúa aftur til ykkar heims þegar þær hafa komið til okkar heims. Þær sjá bara það sem þær ætluðu að gera í lífinu sínu en gerðu ekki, eða hvernig þær komu öðrum í uppnám og særðu á meðan þær voru á lífi. Láttu af ótta þínum við okkar heim og þér mun finnast það auðveldara að snúa til baka.  

Maitreya

 

Kennsla Maitreya

Heim

 

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur