Meðvitund
Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Meðvitund

 

Skilaboð frá Maitreya -miðlað af Margaret McElroy

Ég hef oft verið spurður: „Meistari hvað get ég gert til að verða andlegri?“ Og ég segi við sálina, vertu meðvituð. Vertu meðvituð um það sem þú ert að segja við aðra, hvernig þú segir það. Vertu meðvituð um orðin sem koma út úr munninum, vertu meðvituð um hvernig sjálf þitt ráðskast með þig til að gera ekki það sem þú veist að mun hækka tíðni þína. Það er ekki auðvelt að vera á andlegri braut, því þegar þú hækkar í orku mun jarðar orka reyna að draga þig aftur í sama pakkann og þú ert nýfarinn úr. Enginn er fullkominn og það er ekki auðvelt verkefni að hækka sig í tíðni. Það er þó hægt að gera það auðveldara, með því að verða meðvitaður um allt sem þú gerir og hvernig þú reynir að skemma fyrir sjálfum þér, eftir því sem þú hækkar. Oft getur verið um að ræða tvö skref fram á við, eitt skref til baka. Þegar þú færist þó og heldur áfram að færast geturðu smám saman farið í burtu af jörðinni og fundið frið sem margir hafa aldrei upplifað. Það er þess virði að sækjast eftir því!


Maitreya.

 

Kennsla Maitreya

Heim

 

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur