Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Uppfærsla á fótónuorkunni

 

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Ég var nýlega beðin um að tjá mig um fótónu beltið og áhrif þess þar sem það fer yfir jörðina. Það hefur vissulega verið að vinna það verk sem það kom til að gera. Orka þess er vissulega að breyta hlutum á jörðinni. Fyrir þá sem eru að spá í það hvers vegna það er ekki nægur tími í jarðar deginum þá er það tilkomið vegna samþjöppunar á tíma sem þessi orka er að valda. Orkan er einnig að breyta mörgu, sérstaklega á hvaða hátt hlutirnir voru gerðir áður. Nýjar hugmyndir eru að koma í ljós, nýjar leiðir til að gera hlutina, það er verið að brjóta niður gamla kerfið og breyting er að eiga sér stað.

Það munu líða önnur tíu jarðar ár áður en þessi orka yfirgefur jörðina og færist hægt og rólega í burtu. Það munu líða önnur þrjátíu jarðar ár áður en hún hættir að hafa áhrif á mannkynið. Allt sem einu sinni var, verða ekki aftur, ný orka er að koma fram, til að breyta lífi, breyta jörðinni. Ekki vera hrædd við þessa orku, fagnið henni fyrir það að hún er hönnuð  til að gera þær breytingar sem nauðsynlegar eru fyrir friðsælli tilveru. Það getur verið að þið séuð ekki fær um að  sjá þetta ennþá, en það mun endast í áranna rás þar sem það heldur áfram að vinna sitt starf. Samþykktu breytingarnar þegar þær koma inn í líf þitt, ekki berjast á móti, að berjast gegn þessari orku mun aðeins gera ferðina erfiðari. Ef þú getur samþykkt breytingu, samþykkt umskiptin á vitundinni, þá munt þú verða betri sál.


Maitreya.

Kennsla Maitreya

Heim

 

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur