Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Ástin í lífinu ykkar

 

Boðskapur Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Ást er án ótta, án efa; ást er ekki um að þóknast, eða gera einhvern hamingjusaman. Ást er ánægja yfir því að allt í heiminum er fullkomið eins og það er. Ástin þarfnast einskis; án ástar ertu stöðugt að leita eftir félagsskap.

Það eru margir sem halda því fram að svörin við vandamálum heimsins liggi í þeirri staðreynd að það sé ekki nóg af ást í heiminum. Það er á vissan hátt rétt, en áður en þið getið höndlað ástina þurfið þið að byrja á því að elska ykkur sjálf og skilja um hvað ástin snýst. Þið getið ekki tekið á móti ást ef þið eruð reið út í aðra. Ástleysi getur valdið því að spurningar vakna um það af hverju fólk er að endurtaka hlutina aftur og aftur. Þegar allar afsakanir, hindranir, ótti og aðrar tilfinningar eru úr sögunni, þá fyrst getið þið farið að elska í raun og veru.

Nánast allar tilfinningar og tilfinninga tengingar eru vegna ástar eða haturs, það er ekki ást ef þið haldið í hatur, reiði, ótta, eða aðrar tilfinningar til annarra. Hvernig getið þið þá fundið til ástar? Ástin er ekki eitthvað sem hægt er að finna á einni nóttu, það getur tekið mörg ár áður en maður finnur svo mikið sem brot af henni. Hins vegar, ef þið finnið þó ekki væri nema smá brot, leyfið því þá að verða, ekki hlaupast á brott, þið eruð á ykkar leið að finna ástina. Oft vill fólk hlaupast á brott, það óttast að verða sært, það óttast að missa sjálfstæði sitt, eða óttast bara vegna þess að það var sært og meitt í fyrri lífum vegna ástar. Þrátt fyrir það getur ástin verið hin yndislegasta orka sem aðstoðar ykkur í lífinu þegar hún er samþykkt.

Ef þið elskið í lífinu, eigið sanna ást, þá mun hún gera ykkur kleift að aðgreina ykkur frá tilfinningum og sjá lífið eins og það er í raun og veru, án blekkinganna sem fylgja því. Sönn ást er án tilfinninga, hún er ekki stjórnandi eða ráðrík og hún skilur ef makinn, fjölskyldumeðlimurinn eða vinurinn/vinkonan hugsar öðruvísi. Sönn ást spyr ekki: "Hvers vegna?" Hún samþykkir bara án þess að dæma eða vera með athugasemdir, hún snýst ekki um að finnast eitthvað. Ást er falslaust samþykki á ákvörðun annarra og vali. Ást er án ótta eða efa, ást er ekki um að þóknast, eða gera einhvern hamingjusaman. Ást er gleði yfir því að allt í heiminum er fullkomið eins og það er. Þegar þið elskið, þá þarfnist þið einskis, án ástar, eruð þið stöðugt að leita eftir félagsskap. Samt er ást í eintölu. Þið getið ekki látið aðra manneskju elska ykkur, það er bara hún sem velur það sjálf.

Þið þurfið að finna út hver þið eruð áður en þið getið fundið ástina. Hver þið eruð í raun og veru? Út frá stjörnufræðinni eruð þið summa allrar fyrri lífa orku, ótta, varúðar og trega, ásamt hamingju og jákvæðri orku. Allt sem þið hafið ekki horfst í augu við í fyrra lífi, eða fyrri lífum, bíður eftir að þið takist á við það aftur. Á meðan það er að gerast, getur ástin ekki verið inn í myndinni, vegna þess að þessi tilfinningaþrungna reynsla hindrar flæði ástarinnar.

Ástin bíður eftir að koma til ykkar allra, það er réttur ykkur að hafa hana í lífinu, en mörg ykkar munið aldrei finna hana vegna þess að þið eruð föst í ykkar eigin tilfinningum. Finndu sjálfa/n þig, og þú munt finna sanna ást. Takstu á við reiði, ótta, efa og aðrar (það sem þið kallið á jörðinni) neikvæðar tilfinningar og þú munt ekki bara finna ást, heldur muntu einnig skilja hana. Hjarta þitt opnast og frá því mun flæða sönn skilyrðislaus ást. Þú ert þinn versti óvinur, vegna þess að þú veist ekki hver þú ert í raun og veru, þú heldur að þú vitir það, en þú veist það ekki. Þegar þú hefur fundið ást til þín, þá og aðeins þá getur þú gefið ást til allra sem þurfa á því að halda og sannarlega upplifað hana sjálf/sjálfur án skilyrða.

Maitreya

 

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur