Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Að fylgja sinni sannfæringu

Mig langar að deila þessu bréfi frá Anita Moorjani með ykkur.
Þetta á svo vel um þessar mundir þar sem hver og einn er að fylgja sinni sannfæringu. Við þurfum greinilega að gera það með heilum hug hvað sem við veljum. Sjálf hef ég sannfærst um það meira og meira að við þurfum að standa með því sem við veljum og vera viss um að það sé okkur fyrir bestu.

Þeim sem ekki þekkja Anita Moorjani get ég sagt að hún fékk krabbamein og fór bæði í hefðbundna læknismeðferð og líka í heildrænar meðferðir. Þrátt fyrir það varð hún á endanum svo veik að hún dó og fór yfir í andlega heiminn og eftir því sem hún segir aðallega vegna ótta við að vera ekki að velja rétt. Þrátt fyrir þetta þá kom hún til baka "hætti við að deyja" og náði fullum bata, en hún kom líka full af vitneskju um það sem við sjáum ekki svona dags daglega og um það hefur hún skrifað í bókinni sinni "Dying to be me." Bréfið hérna fyrir neðan er aftur á móti skrifað af henni á gamlársdag.

Bréf frá Anita Moorjani

31. desember 2021

"Vissir þú að ef þú flettir upp orðinu „trúa“ í samheitaorðabókinni er andheiti þess sannleikur? Ég fékk sjokk þegar ég komst að þessu. Ef orðið sannleikur er andstæða orðinu trúa, myndi það þá ekki gefa til kynna að trúa sé ósatt? Mín reynsla er þó sú að það sem þú trúir er miklu mikilvægara en það sem aðrir gætu sannfært þig um að sé satt.

Þegar ég var veik sat ég föst á milli tveggja sannleika.

Á meðan ég fór í gegnum hefðbundna læknameðferð, töldu heildrænir læknar sem ég var líka að hitta að ég væri að fremja sjálfsvíg. Hins vegar, þegar ég sökkti mér niður í heildræna nálgun, þá töldu læknarnir mínir að ég væri að drepa mig með því að gefast upp á læknisfræðilegri nálgun. Þegar ég hlustaði á þessa tvo mismunandi „sannleika“ hafði ég stöðugar áhyggjur af því að ég væri að velja rangt. Á meðan varð ég veikari og veikari - aðallega af stressi og ótta við að vita ekki hvað ég ætti að velja!

Ég veiktist á endanum og varð svo veik að ég dó... Á meðan ég var hinum megin lærði ég að það var ekki það að önnur hvor meðferðin væri augljóslega rétti kosturinn. Það sem endalega skipti máli var hver MÍN trú væri á hvað væri gott fyrir minn líkama. Ég þurfti að trúa því að ég væri að gera rétt, að líkaminn minn væri sterkur og að ég væri á réttri leið.

Trú er ekki andstæða sannleikans; trú virðist vera það sem mótar þinn sannleika. Það skiptir ekki máli hvers konar meðferð við förum í, eða neitum að fara í, það snýst um að trúa á krafta líkama okkar, trúa því að við höfum tilgang og höfum ástríðu fyrir lífi okkar. Með öðrum orðum, trú og sannleikur eru ekki andstæður. Trú þín er það sem mótar sannleikann þinn!"

 

Ýmislegt

Heim

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir hafa samband