Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Ást er það eina sem er raunverulegt

 

Þú ert ást, þú ert tær kjarni, hrein vitund, hreinn guðdómur sem tjáir sig í gegnum líkama þinn. ~ "Anita Moorjani"

Hver einasta sál er ást. Lesa meira......

Þú ert hrein og tær viska, hrein vitund, hreinn kjarni ástar, ekkert og engin er eins og þú.

Allt í alheiminum samanstendur af orkum sem myndast í mismunandi tíðni. Allt sem er upplifað og skapað í þessu lífi er tilkomið vegna lögmáls aðdráttaraflsins.

Fallega sálin
Hvað varð um fallegu sálina sem guð sendi út í heiminn sem neista af sjálfum sér? Fallega sálin sem var bara kærleikur/ást, fór af stað uppfull af ást og kærleika til að upplifa, lífið á jörðinni. Hvað varð um sálina? Hvað varð um mig, hvað varð um þig og okkur öll? Hvað gerðist? Sálarkúlurnar voru í upphafi bara hreinn kærleikur, hrein ást vegna þess að þær eru komnar úr/af kjarna ástar sem er bara hreinn kærleikur. Varla leiddist guði, .meira

Hugleiðsla fyrir jarðtengingu

Hugleiðsla fyrir höfuðstöðina....

Fyrri lífa heilun, sama sál - margir líkamar, ferðastu aftur á tímann og uppgötvaðu hver þú ert. Hvar liggja hæfileikar þínir og hvar þarftu að uppræta gömul áföll og týna saman brotin sem urðu eftir við áfallið. Sárin geta verið styrkur þegar þú hefur náð að heila þau og horfa á þau út frá æðra sjálfinu.

Innra barns heilun fer fram í gegnum djúpslökun þar sem dregnar eru fram gamlar áfalla minningar sem hafa legið djúpt í undirvitundinni. Þegar þær eru komnar upp á yfirborðið eru þær heilaðar, barnið er tekið í sátt og í staðinn er fundinn sá styrkur og lærdómur sem áföllin hafa gefið. Lesa meira......

Orkuheilun
í jarðlífinu erum við að upplifa orku, orku tilfinninga á mjög breiðum skala. Tilfinningar eru allavega, sumar jákvæðar sem okkur líður vel með, en svo eru aðrar tilfinningar sem okkur líður ekki vel með. Það eru tilfinningarnar sem við sækjumst eftir að leysa upp og umbreyta t.d. í orkuheilun. Tilfinningar sem valda vanlíðan verða til vegna þess að einhver hluti okkar verður sár vegna atviks eða samskipta við aðra. Sumir segja að sá hluti sem verður sár og heldur í sárar tilfinningar í gegnum huga sé egóið og þannig myndist svo kallað áfall, eða áfallaorka. Oft er um að ræða endurtekin áföll og þannig bætist á neikvæðar tilfinningar og sársaukinn eykst. Lesa meira......

Efst á síðu

Ýmislegt 

Síðast uppfært 28. júní 2024

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir joninath@viskaoggledi.is

 

 

 


Þinn eigin sálarkraftur
nóvember 2024

 

Englanámskeið
október 2024

 

Orkuheilun

Skoðanir
Maitreya

 

Máttur orða
Jean Luo

 

Miðlað efni
MaitreyaEitt og annað

 


Viska og gleði á

 

 
Seltjarnarnes Sólarlag Þingvellir Þingvallavatn Gullfoss Lyngrós Gyðjurnar í sandinum Bláber Sálarkraftur Þingvellir