Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

 

Stjörnukort samkvæmt fæðingartíma

Tungl í Krabba

 

Tungl í Krabba

Þú skynjar mjög sterkt tilfinningar og andrúmsloft  í kringum þig og það getur haft þau áhrif að lundarfar þitt verður sveiflukennt og ófyrirsjáanlegt. Í augum annarra ertu oft óraunsæ vegna þess að þú getur ekki alltaf  útskýrt ástæðu og uppruna tilfinninga þinna. Hver sá sem býr með þér verður að sætta sig við það hvernig þú sveiflast upp og niður og þarft að taka tíma fyrir þig þar sem þú þarfnast næðis.

Þú ert næm, samúðarfull og tilfinningasöm. Þú hefur frábært minni, en að sama skapi getur þetta frábæra minni stundum valdið því að þú sért fastheldin á gamlan sársauka og ranglæti. Að vera meðvituð um þessa tilhneigingu getur hjálpað þér að taka ákvörðun um að halda áfram þegar það er hagstæðast fyrir þig.

Það jaðrar við að þú sért skyggn vegna næmni þinnar og innsæi á orkuna í umhverfi þínu. Þetta getur valdið því að þú sért einstaklega viðkvæm fyrir þeim sem eru í ójafnvægi í kringum þig þannig að þitt viðkvæma tilfinningalega eðli getur orðið ofhlaðið.

Líf þitt snýst um heimili þitt og fjölskyldu og það hefur mikil áhrif á vellíðan þína. Sumt fólk með tungl í krabba hefur mikla þörf fyrir næði til þess að hlaða batteríin og hreinsa sig tilfinningalega. Ef þú fellur í þann flokk, þá verða þeir sem standa þér næst að skilja þess þörf og virða svo að þeim muni ekki finnast sem þeim sé hafnað persónulega. Þú þarft að hafa þitt pláss (þó það sé bara herbergi) sem þú getur sagt að sé þitt. 


Tungl í 9. húsi

Þú gætir hafa ferðast mikið á þínum fyrstu árum, eða á einhvern hátt haft bakgrunn sem gerir þér kleift að skilja og greina mismunandi fólk og menningu.

Þú þráir það sem er fjarlægt og framandi eða eitthvað sem þú hefur aldrei komist í kynni við áður. Þú vilt miklu frekar finna algjörlega fyrir andrúmsloftinu og lífinu á nýjum stöðum, heldur en að horfa á það sem er að gerast, eða vera með vitsmunalegt mat. Þú ert eirðarlaus hið innra og einhvers konar flakkari.

Þú getur verið eirðarlaus og þú hefur líklega gert meira af því en aðrir að vera á ferðinni. Þú þarft að víkka sjóndeildarhringinn og það gerir þú með ferðalögum, æðri menntun eða einfaldlega með því að komast í burt frá þessu öllu saman og tengjast náttúrunni. Þessi staðsetning á tunglinu getur líka orðið til þess að þú veljir búsetu í öðru landi, jafnvel þótt það sé aðeins tímabundið. Þú hefur mikið ímyndunarafl og hæfileika til þess að sjá fram í tímann.   

Tungl í 120° afstöðu við Merkúr

Þú værir frábær kennari eða ráðgjafi vegna þess að þú ert góður hlustandi og þú hvetur aðra til þess að tjá innri hugsanir og tilfinningar. Fólk treystir þér og trúir fyrir hlutunum og þú getur lesið á milli línanna og skynjað tilfinningar þeirra og hvað þær tákna. Þú vinnur vel með og skilur tilfinningar kvenna og hina tilfinningsömu kvenlegu hlið lífsins. Þú hefur skilning á persónum (fremur en staðreyndum eða tæknilegu efni.) Það að halda dagbók eða gefa út tímarit myndi veita þér lífsfyllingu. Þú hefur líka hæfileika til þess að læra tungumál.

Tungl í 60° afstöðu við Mars

Þú ert einbeitt og getur tekist á við erfiðleika án þess að vera með eitthvert röfl.  Þú þolir ekki sjálfsvorkun eða aðgerðaleysi og þú getur verið frekar hranaleg í sambandi við tilfinninga vandamál annarra. "Hættu að væla og gerðu eitthvað í því " gætu verið einkunnarorð þín.


Tungl í 90° afstöðu við Neptúnus


Þú ert draumórakona, dregst að hinum innri dulúðlegu hliðum lífsins og þú gætir átt í vandræðum með að greina á milli þess raunverulega og ímyndaða. Þú þolir ekki að lenda í deilum og átt mjög erfitt með að ákveða þig þegar persónuleg vandamál skjóta upp kollinum, þá flýrðu inn í þína ímynduðu veröld til þess að komast hjá því að takast á við þau. Þú ert einnig fremur auðtrúa og hrekklaus í sambandi við annað fólk, sérstaklega ef þú hefur samúð með þeim. Þú ert mjög næm á tónlist og getur notað hana til þess að koma þér í tilfinningalegt jafnvægi.

Úranus

Úranus er reikistjarna óvæntra breytinga og ófyrirsjáanlegra atburða. Hann segir okkur eitthvað um hvar við höfum óvenjulega hugmyndir og hvernig við viljum tjá einkenni okkar. Úranus er einnig: uppreisnar pláneta, skyndileg vöknun og uppfinningar, framfarir, snilligáfa, hvað sem er "Nýöld" og mannúðarmál.

Úranus í ljóni:
Úranus var í ljónsmerkinu í um sjö ár. Þetta þýðir að þú ert partur af stórum hópi fólks sem deilir mörgum af sömu grundvallar eiginleikunum, svo sem hæfni til þess að vera mjög skapandi og jafnvel litríkir. Óvenjulegar aðferðir við uppeldi barna og meginþráðurinn hér er að þeir sem eru fæddir á þessu tímabil eru uppreisnarseggir í viðhorfum sínum til reglna og reglugerða.

Þegar þú lest um staðsetningu þína á Úranusi, getur þú séð hvar þessi einkenni sýna sig á persónulegum grundvelli.

Úranus í 9. húsi:
Þú getur verið snillingur þegar kemur að því að skilja óhlutlæg hugtök sem fá höfuð annarra til þess að snúast í hringi.

Hugmyndir þínar um Guð eru óvenjulegar og sjónarhorn þitt er óhefðbundið.

Skyndileg vöknun á sér stað í gegnum sýnir, þú getur notað innsæið til þess að sjá fram í tímann sérstaklega þegar horft er til stóru myndarinnar.

Þú gætir ákveðið að fara erlendis með stuttum fyrirvara.  Langferð til fjarlægra staða mun færa þér mjög sérstaka reynslu. Þú getur búist við einhverju óvæntu.  

 

 

Sól í sporðdreka

Satúrnus í bogamanni

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur