Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Stjörnuspeki út frá orkustöðvum

 

Þetta er lestur úr stjörnukortinu mínu útfrá orkustöðvunum

Sól í sporðdreka

Sólin stjórnar ristlinum, blöðruhálskirtli (ef karlmaður) og æxlunarfærum. Þetta svæði líkamans er nálægt annarri orkustöðinni, milta stöðinni. Milta stöðin  stjórnast af Plútó (fyrir endursköpun/æxlun) og einnig af tunglinu (sem stjórnar tilfinninga hlið kynhneigðar). Svo, til þess að halda þessum líffærum heilbrigðum þá þarft þú að viðhalda jákvæðni og kannast við viðhorf þín til dýpstu tilfinninga þinna og kynferðis. Þú þarft að sætta þig til jafns á við líkamann þinn og tilfinningar. Ef þú hefur einhverjar blokkeringar/hindranir í sambandi við þetta, þá þarft þú að kafa djúpt eftir orsök þeirra og losa þær út. Til að byrja með þarftu að horfast í augu við einhverja undirliggjandi neikvæða sannfæringu sem þú kannt að hafa um sjálfa/n þig, staðhæfðu síðan það jákvæða sem myndi vera andstæðan við það og þá er komin ný lífs yfirlýsing.

Til þess að halda í jákvæða orkuuppsprettu heilunar, þá þarft þú að halda þeim hluta líkama þíns heilbrigðum sem sólin stjórnar, þ.e. hjarta þínu og hryggjarliðum. Þú þarft einnig að tryggja að bris og innkirtlar þínir sem heild fái réttu næringarefnin fyrir eðlilega líkams starfsemi. Um leið og hugsanir þínar verða hreinni og ferskari, þá munu hugmyndir þínar líka verða heilbrigðari og hinn almenni sköpunarkraftur eykst.

Sól
 

Sól í 9. húsi:

Sólin stjórnar sólarplexus og húsið hennar sýnir hvernig þú kemur orku þessarar orkustöðvar út til heimsins. Sólplexusinn færir þér sjálfstraust og þú tekst á við daglegt líf með þá trúa að "ég get." Þú nýtir þér þetta á andlega sviðinu, þar sem þú hefur mikinn jákvæðan sannfæringarkraft sem gefur öðrum innblástur. Þú gætir notið þess að ferðast og halda fyrirlestra um jákvæðar hugmyndir þínar.

Sól í (0°) samstöðu við Venus:

Sólin stýrir sólarplexus og Venus stýrir hjartastöðinni. Vertu meðvituð um að þú standir á þínu í samskiptum, svo að þú sért ekki bara að gera það sem hinn aðilinn vill. Vertu meðvituð um að þú standir með sjálfri þér af ást, en ekki einungis með egóinu. Þá mun orkan þín flæða fallega, frjálst og listilega.

Sólin í (0°) samstöðu við Júpiter:

Sólin stýrir sólarplexus og Júpiter stýrir þriðja auganu. Þú getur þróað með þér skyggnigáfu ef þú notar viljastyrkinn. Jákvætt viðhorf þitt nær til annarra á þann hátt að það snertir raunverulega sjötta skilngarvitið. Þú skilur þörf annarra fyrir að komast í snertingu við hið guðlega innblásna göfuglyndi og kærleika.


Sól í (0°) samstöðu við Neptúnus
:

Þú fæddist með einstaka hæfileika til þess að verða miðill fyrir hið guðlega ljós vegna þess að þú getur lyft orku sólarplexus frá egóinu upp á æðri stig óeigingjarns móttækileika. Notaðu viljastyrk þinn til þess að láta þennan sérstaka tilgang verða að veruleika. Virtu listræna og skapandi hæfileika þín.

Tungl

Tungl í Krabba:

Þar sem krabbinn stjórnar tunglinu, þá hefur þú mjög fínstilltar tilfinningar og hæfileika til ummönnunar. Þú þarft að næra sjálfa þig fyrst, í því skyni að viðhalda orku uppsprettu flæði í gegnum aðra orkustöð þína. Þá færðu innblástur til þess að hlúa að öðrum og þú værir yndisleg við umönnun barna og láta þeim finnst sem þau séu elskuð. Þú ferð sennilega inn í hringrás þar sem þú gefur af þér tilfinningalega og síðan kemur hvíldar tímabil, þar sem þú hleður þig orku til þess að geta skinið aftur, eins og fullt tungl og síðan minnkar tunglið aftur, þangað til þú ert tilbúinn til að hefja annan hring. Hlustaðu því á tilfinningar þínar og þú munt vita hvenær rétti tíminn er fyrir virkni og hvenær rétti tíminn er fyrir næði.  

Tungl í 9. húsi:

Tunglið stjórnar annarri orkustöðinni, eða milta stöðinni og húsið sýnir hvernig tilfinningar þínar eru í hinu daglega lífi. Þú getur alltaf tengst því og sagt, "ég finn," því að tilfinningar þínar eru ómissandi hluti af sjálfri þér. Þú tjáir tilfinningar þínar í samræmi við skilning þinn á því andlega og siðferðilega, með því að tryggja að aðrir séu verndaðir með jákvæðri leiðsögn. Það getur verið að þú ferðist til annarra landa til þess að annast aðra.
    
Tungl í 60° afstöðu við Mars:

Þú ert fær um að tjá tilfinningar þínar á hljóðlátan, en ákveðin hátt. Það gefur þér tækifæri til þess að hafa heilbrigða miltastöð með ánægðar tilfinningar, líka heilbrigðan sólarplexus með jafna kröftuga framsetningu.

Merkúr

Merkúr í sporðdreka:

Merkúr stjórnar hálsstöðinni og kemur uppsprettu orkunnar í orð. Sporðdrekinn er hárbeittur og því eru orð þín líkleg til þess að fara nóg djúpt til að ná kjarnanum og leyfa þér að tjá orð sannleikans. Notaðu þennan hæfileika í  jákvæðum tilgangi til þess að hjálpa öðrum til að endurmeta hugmyndir sínar og skoðanir. Ef þeir fara í vörn, þá getur verið að þeir þurfi að takast á við undirliggjandi hindrun sem veldur þeim viðkvæmni. Gakktu úr skugga um að þú hafir fjarlægt þínar eigin hindranir, þannig að orð þín verði nákvæm frekar en einungis endurkast af andstöðunni innra með þér.

Merkúr í 11. húsi:

Merkúr stjórnar hálsstöðinni, ásamt Neptúnus. Húsið hans sýnir þér það svið lífsins þar sem þú ert líkleg til að sækja upplýsingar og tjá hugsanir þínar. Það hefur að gera með samskipti, því má lýsa í stuttu máli "ég tala." Þér finnst gaman að skiptast á hugmyndum við aðra á öllum sviðum lífins til að víkka sjóndeildarhringinn.

Merkúr í 180° afstöðu við Mars:

Þú þarft að finna leið til að velja á milli þess að tala af þolinmæði eða með harðfylgni til þess að í þér heyrist. Lausnin er að læra hárbeitta munnlega færni, þannig að þú náir betri tækni með orðum. Það er hægt að tjá það sem þú meinar án þess að móðga fólk, svo lengi sem þú notar jákvæða nálgun. Einbeittu þér að því að bæta orkuflæði á milli hálsstöðvar og sólarplexus og öfugt.
 


Venus

Venus í sporðdreka:

Venus stjórnar hjartastöðinni og sporðdrekanum er stjórnað af Plútó, sem ræður yfir ristli og æxlunarfærum. Lykillinn að því að hafa heilbrigðan ristill er að finnast maður vera elskaður og í raun að elska sjálfan sig. Á sama hátt er lykillinn að góðri æxlunargetu og heilbrigðu afsprengi þess að byrja á því að endurlífga krafta ástarinnar. Þetta þýðir að vinna í þínum eigin málum og læra að elska þá þætti sem þú kannt að hafa vanrækt á þínum fyrstu árum, frekar en að færa vandann yfir á næstu kynslóð.


Venus í 9. húsi:

Venus stjórnar hjartastöðinni. Húsið hans sýnir þér svið lífsins þar sem þú gefur og tekur við ást og samúð. Lykilorð fyrir það eru "ég elska." Það er líklegt að þú hittir rómantískan félaga sem deilir með þér svipaðri heimspeki, andlegum málum, æðri visku, eða er hugsanlega erlendis frá.


Venus í samstöðu (0°) við Júpiter:

Ástin í hjartastöðinni, stjórnast af Venusi, hún er gjarnan tengd hæfni þinni til þess að nýta þér jákvæða skynjun með þriðja auganu, sem Júpíter stýrir. Þetta gerir þér kleift að vera mjög góður og örlátur við aðra bæði með samúð og æðri vitneskju á því að gott karma er skapað með því að gefa.

Venus í samstöðu (0°) við Neptúnus:

Friðelskandi eðli þitt til viðbótar ímyndunaraflinu og hárfínum móttækileika gerir þér kleift að framleiða mjög fallega, innblásna listmuni. Ást þín á sjálfri þér og öðrum er hafið upp á hærra plan hlutlausrar og óeigingjarnrar samúðar. Venus stýrir hjartastöðinni og Neptúnus hálsstöðinni.Mars

Mars í nauti:

Mars stjórnar sólarplexus orkustöðinni þinni og hvetur þig til að vera sjálfs-örugg hið innra, fremur en þurfa að leita eftir öryggi í gegnum veraldlegar eignir. Þú ert fær um að fara beinu brautina og standa á því að friður og sátt séu svarið bæði fyrir heilsu einstaklinga og samfélagsins í heild. Sama hvert húsið eða önnur staðsetning hans er það er best að nota hann fyrir háan, andlegan tilgang á þann hátt að þú munt halda áfram að finna öryggi fyrir þig sjálfa.


Mars í 5. húsi:

Mars stýrir sólarplexus orkustöðinni, ásamt sólinni. Húsið sem hann er í sýnir þér þau svið lífsins þar sem þú tjáir frumkvæði, langanir og líkamlegar aðgerðir. Lykilorðin fyrir það eru "ég get." Þú ert líkleg til að sækja drifkraftinn í það að vera leibeinandi, ráðgjafi, kenna börnum, vinna á sviði lista, drama/leiklistar, eða einhvers konar afþreyingar.


Mars í baksnúningi

Mars stýrir sólarplexus orkustöðinni þinni og þú gætir verið með reynslu úr fortíðinni þar sem þér fannst að þú gætir ekki staðið með sjálfri þér, jafnvel þótt þú hefðir verið betur sett ef þú hefðir gert það. Hik þitt kom líklega til vegna áhrifa fullorðinna í æskunni. Þau gætu hafa átt erfitt með að standa með sjálfum sér og héldu ranglega að þau væru að hjálpa þér með því að kenna þér að halda aftur af þér og ekki vera þú sjálf. Eigi að síður, núna er þér óhætt að fara upp fyrir uppsafnaða reiði og átta þig á að allt er eins og það á að vera. Hugsaðu jákvæðar hugsanir; hafðu trú á sjálfri þér og haltu hamingjusamlega áfram.

Júpíter

Júpiter í sporðdreka:

Þar sem Júpiter stýrir þriðja auganu og sporðdrekinn æxlunfærum þínum, þá hefur kynferðisleg upplifun þín yfirnáttúrulega eða andlega vídd, hjá þeim sem hækka sig upp yfir það að hún sé einungis á líkamlegu, eða tilfinningalegu sviði. Það er mikilvægt að fá nægilega útrás fyrir hátt orkustig þitt. Þú skilur hvernig nauðsynlegt er að hafa stjórn á því efnislega, í því skyni að ná hærra, alheimsstigi andlegra framfara.


Júpiter í 9. húsi:

Júpiter stýrir ennisstöðinni. Húsið hans sýnir þér svið lífsins þar sem þú tjáir andleg gildi þín, jákvæða hugsun, og velgengni. Lykil orðin fyrir hann eru "ég sé." Þú getur dreift háum gildum þínum með fyrirlestrum, sem stjórnandi eða jógakennari. Þú hefur mikla jákvæð orka og velvilja til að hvetja aðra áfram.

Júpiter í 90° afstöðu við Úranus:

Þér finnst það örgandi verkefni að tengja saman mismunandi sjónarmið æðri vitundar: bjartsýni og framsýni þriðja augans (stjórnað af Júpíter) og víðsýni og fjölda nýrra  hugmynda höfuðstöðvarinnar (stjórnað af Úranus). Þú ert fær um að nota viljastyrk þinn til að mæta þessari áskorun og til að ákveða hvaða gildi og hugmyndir er best að viðhafa. Þú vilt það besta fyrir alla og þú gefst ekki upp fyrr en þú finnur hinn æðsta sannleika og nýjungar.

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur