Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

 

 

 

Stjörnukort samkvæmt fæðingartíma

 

 

 

Sól í 9. húsi

 

Það má segja að stjörnukortið út frá fæðingartíma og fæðingarstað sé að mörgu leiti uppskriftin af lífinu okkar.

Sól í sporðdreka

Þú ert djúphugul og tilfinningalega flókin. Flestir sporðdrekar nálgast lífið með ofur athygli á tilgang. Þú berð með þér áru dulúðar sem vekur áhuga annarra, hvort sem þú ert meðvituð um það eða ekki.  

Þetta er merki sem er þekkt fyrir að hafa aðdráttarafl vegna kynorkunnar. Það er samt ekki þannig að sporðdrekar hafi endilega meiri áhuga á kynlíf en önnur merki, það er bara þannig að þeir geisla svo sterkt hinum segulmagnaða kynþokka.

Þú hefur eðlislæga "dulskyggni" hæfileika sem gera þér kleift að taka við upplýsingum í gegnum innsæið, um umhverfið og fólkið sem þú hittir. Þetta birtir sig í því að þér líkar eða líkar ekki við fólk við fyrstu kynni.  

Að gefast upp á málefnum sem eru þér mikilvæg er það síðasta sem þú gerir, sporðdrekinn hefur tilhneigingu til að þrauka þar til yfir líkur. Í raun, þá gefstu aldrei upp hið innra. Þú munt alltaf bera hluta af þessu óunna verkefni með þér og þegar þér er gefið annað tækifæri þá muntu reyna að komast eins nálægt því að klára það og þú getur. Fyrirgefa og gleyma? Jæja, þú gætir á endanum fyrirgefið eitthvað sem var gert á þinn hlut þar sem æðri tilgangur sporðdrekaorku er að heila, hins vegar muntu sennilega aldrei gleyma.

Þú ert trygglynd, svo trygglynd að það jaðrar við þráhyggju og þú vilt vera við stjórn. Þetta eru fínir eiginleikar þegar þú þarft að ná ákveðnum markmiðum, en vertu meðvituð um þá freistingu að nota þessa orku til þess að grafa undan viðleitni þeirra sem eru í kringum þig.

Þú hefur getu til þess að fara á botninn og snúa aftur endurnýjuð og reiðubúin til þess að fara annan hring. Umbreyting og endurnýjun eru þau lykilorð sem lýsa megin orku sporðdrekans.

Sól í 9. húsi

Persónuleg fullnægja þín eflist við að víkka sjóndeildarhringinn. Það er sá vettvangur sem oftast snýr að æðri menntun, ferðalögum og þróun sérstakrar lífs heimspeki, kannski í tengslum við trúarlegar eða andlegar fræðigreinar.

Þú ert einhvers konar frjáls andi og leið þín er leit að sannleika, réttlæti og umburðarlyndi. Þetta er mjög heppilegur staður fyrir sólina að vera á, vertu þó meðvituð um að fara út í kappsfullar persónulegar skoðanir og að fara úr jafnvægi í tilhneigingu til sjálfs undanlátssemi.

Það er til hlið á þér þar sem þú getur verið eirðarlaus, blinduð af bjartsýni og ofur ævintýraleg. Þú tjáir skoðanir þínar og býst við því sama af öðrum.

Venus í (0°) samstöðu við sól:

Þú getur náð persónulegum markmiðum í lífinu með þeim hæfileikum þínum með því að nota sjarma og fortölur. Meðfæddir hæfileikar þínir til þess að ná athygli, jafnvel með því að vera dálítið litrík þegar tilefni er til, hvetur aðra til þess að gefa þér það sem þú vilt.

Júpíter í (0°) samstöðu við sól:

Stundum hefur þú ert tilhneigingu til þess að hafa óraunhæfar væntingar, og það getur valdið þér gremju þegar það gengur ekki upp í raunveruleikanum.
Bjartsýni þín og sjálfstraust munu fara í gegnum tímabil þar sem þú ferð ákaflega hátt og þér finnst þú ósigrandi. Þú munt upplifa meiri ánægju ef þú tekur þér tíma til þess að hugsa hlutina og halda áfram af þolinmæði og jafnvel af ákveðinni varkárni.

Neptúnus í (0°) samstöðu við sól:

Sköpunarkraftur þinn er örvaður af ímyndunaraflinu. Hins vegar getur frjáls tjáning á vilja þínum verið áskorun við tilfinningar sjálfs efa, sem gerir það nauðsynlegt fyrir þig að forðast að leyfa þér þann lúxus að hafa sjálfs ásakandi hugsanir. Haltu þér frá neikvæðum þáttum flóttans (að sofa of mikið, nota lyf, o.s.frv.).

Treystu innri röddum sem vara þig við fólki, stöðum og hlutum sem hafa ekki það besta í huga fyrir þig. Ef þú hunsar þetta innsæi þá getur þú orðið fyrir vonbrigðum og eftirsjá. Skoðaðu muninn á innsæinu og óraunhæfum ótta.



Júpíter í 9. húsi

 

Júpiter í Sporðdreka

Þú ert traust og ákveðin. Ávinningur í lífinu getur komið í gegnum arf eða stuðning annars fólks, annað hvort fjárhagslega eða tilfinningalega.

Þú trúir á leyndardóma lífsins og hefur meðfæddan skilningur á dulspeki lögmálunum. Þú hefur getu til þess að hafa stjórn á öðrum. Notaðu þetta skynsamlega eða það getur orðið sprenging.

Þú hefur eins konar sálfræðilegt leitar innsæi sem gerir þér auðveldlega kleift að finna dulda þætti sem eru grafnir í sál annarra, en þó getur þú verið mjög dul um sjálfan þig.

Þú ert óhagganleg um viðhorf þín og sannfæringu. Það er fátt um meðalveg í nálgun þinni til ákveðinna þátta í lífinu. Viðhorf þitt er oftast "allt eða ekkert." Aðhald og varfærni hefur lærst eftir að hafa margreynt eitthvað áður. Það að taka meðvitaða ákvörðun um að stjórna tilfinningum öfundar og samkeppni mun hjálpa þér til við að halda persónulegu innra umróti í lágmarki.

Júpíter í 9. húsi:

Eðli þitt er heimspeki og andleg mál. Þú sérð Guð sennilega sem velviljaða og miskunnsama veru.

Erlent fólk, staðir og hlutir geta verið heppilegir fyrir þig. Útivera kallar alltaf á þig annað slagið og þú gætir jafnvel endað með því að búa upp í sveit ef löngunin til þess að komast í burtu er mjög sterk.
    
Sannleikur, sanngirni og háar hugsjónir fara langt með þig. Þú gætir svo oft orðið kærulaus vegna þess að Júpíter hér getur fært þér mikla heppni og það er auðvelt að fara inn í það að finnast sem þú sért ósigrandi. Þetta er frábær staðsetning fyrir kennara og predikarar.

Úranus í 90° við Júpiter:

Þessi þáttur lýsir oft löghlýðnum ríkisborgara sem vill gera það sem er rétt og hann getur jafnvel verið svolítið ráðríkur stundum. Á sama tíma lendir þú oft í innri hvöt til þess að brjótast undan rétttrúnaðar sjónarhornum og efast um lögin í landinu. Þetta er vandamál þitt. Þú getur farið út fyrir mörkin í hvora áttina sem er. Getur þú færst undan og viðurkennt að þú hafir ekki öll svörin? Getur þú brotið gamlar hefðir en samt sloppið við að brjóta lög? Ef þér finnst þetta spennandi þá ertu á undan í leiknum.

 

Tungl í krabba

Satúrnus í bogamanni

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur