Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

 

Plánetan Mars

Mars er pláneta aðgerða, orku uppsprettu, hvatningar, og meðfædds líffræðilegs drifkrafts. Reikistjarnan sýnir hvernig og á hvaða sviði lífsins þú ert tilbúin til að setja fram eitthvað sem þarfnast áreynslu. Orka Mars er hröð, hvatvís, og tengist sjálfsbjargarviðleitni. Í stjörnukorti karla sýnir Mars hvernig hann finnur sig gagnvart konum. Í stjörnukorti kvenna getur Mars gefið vísbendingar um eiginleika sem henni finnst vera aðlaðandi í fari karla. Mars táknar einnig: samkeppnisaðstæður, átök, slys, og kynorku.

Mars í nauti:

Staðfesta og þolgæði eru lykilorð sem eru viðeigandi fyrir Mars í nauti. Þú fylgir öllum þeim verkefnum sem þú tekur að þér fast eftir. Þú ert mjög dugleg sérstaklega þegar þú hefur fókusað á efnis - og öryggistengd markmið. Þetta er staðsetning þar sem orka og tilgangur sameinast. Þú leggur ekki endilega ofurkapp á útkomuna.

Þú hefur líklega mikinn líkamlegan styrk og sem slík getur þú verið töluvert innstillt á tilfinningar. Þessi staðsetning styður handverk / iðnað og aðrar starfsgreinar þar drifkraftur og staðfesta ásamt fagurfræðilegum skilningi er nauðsynlegur.

Mars í 5. húsi:

Heit veiði í þágu ástarinnar er nafn leiksins hér. Stefnumóta senan getur verið mörkuð af  ástríðufullu aðdráttarafli og áráttukenndum kynferðislegum tilraunum til að vekja á sér athygli. Ef þú ert skapandi, þá er sköpun þín, sama hverju nafni hún kallast, mörkuð af ástríðu og ákefð.

Þú munt eyða miklum tíma og orku í tilraunir sem færa þér persónulega ánægju. Áhugamál og afþreying hafa tilhneigingu til að liggja nálægt íþrótta- og kappsömum línum. Þú spilar af mikilli hörku. Börnin þín munu vera öflug, hvatvís og krefjandi. Áhættusækin verkefni (sérstaklega fjárhagslega) geta verið vafasöm. Kannaðu vatnið áður en þú stingur hausnum ofan í það. Farðu vel eftir innsæinu þínu í þessum málum og það verður sennilega allt í lagi.

Mars í baksnúningi

Lærðu að tjá reiðina í stað þess að halda henni inni þar sem hún getur fest sig og skapað alvarlegt þunglyndi. Það er mikilvægt fyrir þig að uppgötva að þú getur sleppt þér og lifað það af. Þegar þú gefur þér leyfi til að viðurkenna þína eigin óánægju á heilbrigðan hátt, þá muntu síður draga að þér árásargirni annarra.

Mars í baksnúningi út frá fyrri lífum

Að standa algjörlega með sjálfri þér getur verið erfitt viðfangs vegna þess að í öðru lífi eða lífum hefur ofstopi/yfirgangur annað hvort verið misnotaður (af þér eða gegn þér) og / eða allt persónulegt frumkvæði og eigin vilji þar sem harðlega hefur verið dregin kjarkur úr þér.

Í hvoru tilvikinu um sig eru skilaboðin sem þér voru gefin að allar kröftugar aðgerðir séu rangar, eða hættulegar. Þannig að ef þú stendur með sjálfri þér þá hefur þú tilhneigingu til að hika, draga í land eða vera jafnvel þjökuð af ótta við hefndir.

Þú getur verið að þú sýnir aldrei persónulegan styrk. Ómeðvitað, getur þú neitað að sýna nokkurn styrk (hvorki líkamlegan eða tilfinningalegan), vegna ótta um að ef þú gefur því einu sinni lausan tauminn, þá sért þú ekki fær um að hafa stjórn á sjálfri þér.

Í fyrri lífum, gætir þú hafa notað styrk og vald til að stjórna þeim sem voru ekki eins sterkir og þú. Það kunna að hafa verið kynferðislega öfgar.

Lexían í þessu lífi er að gera sér grein fyrir því að kraftur er ekki það sama og spilling. Notaðu orkuna þína til þess að vera öðrum stuðningur, án þess að reyna að stjórna þeim. Uppskerana munu verða að öðlast sjálfsvirðingu á ný sem glataðist í öðru lífi.

 

Mars út frá orkustöðvunum.

Mars í nauti.

Mars stýrir sólarplexus orkustöðinni og hvetur þig til að vera sjálfs-örugg hið innra, fremur en þurfa að leita eftir öryggi í gegnum veraldlegar eignir. Þú ert fær um að fara beinu brautina og standa á því að friður og sátt séu svarið bæði fyrir heilsu einstaklinga og samfélagsins í heild. Hvert svo sem húsið eða önnur staðsetning hans er þá er best að nota hann fyrir háan, andlegan tilgang á þann hátt að þú haldir áfram að finna öryggi fyrir þig sjálfa.

Mars í 5. húsi.

Mars stýrir sólarplexus orkustöðinni, ásamt sólinni. Húsið sem hann er í sýnir þér þau svið lífsins þar sem þú sýnir frumkvæði, langanir og efnislegar aðgerðir. Lykilorðið fyrir það er "ég get." Þú ert líkleg til að sækja drifkraftinn í það að vera leibeinandi, ráðgjafi, kenna börnum, vinna á sviði lista, drama/leiklistar, eða afþreyingar.

Mars í baksnúningi

Mars stýrir sólarplexus orkustöðinni þinni og þú gætir verið með reynslu tengdan þeirri orkustöð sem þér fannst sem þú gætir ekki staðið með sjálfri þér, jafnvel þótt þú hefðir verið betur sett ef þú hefðir gert það. Hik þitt kom líklega til vegna áhrifa fullorðinna í æsku. Þau gætu hafa átt erfitt með að standa með sjálfum sér og héldu ranglega að þau væru að hjálpa þér með því að kenna þér að halda aftur af þér og ekki vera þú sjálf. Eigi að síður, núna er þér óhætt að fara upp yfir uppsafnaða reiði og átta þig á að allt er eins og það á að vera. Hugsaðu jákvæðar hugsanir; hafðu trú á sjálfri þér og haltu hamingjusöm áfram.

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim