![]() |
|||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
|
Plánetan Mars Mars er pláneta aðgerða, orku uppsprettu, hvatningar, og meðfædds líffræðilegs drifkrafts. Reikistjarnan sýnir hvernig og á hvaða sviði lífsins þú ert tilbúin til að setja fram eitthvað sem þarfnast áreynslu. Orka Mars er hröð, hvatvís, og tengist sjálfsbjargarviðleitni. Í stjörnukorti karla sýnir Mars hvernig hann finnur sig gagnvart konum. Í stjörnukorti kvenna getur Mars gefið vísbendingar um eiginleika sem henni finnst vera aðlaðandi í fari karla. Mars táknar einnig: samkeppnisaðstæður, átök, slys, og kynorku. Mars í nauti: Mars í 5. húsi: Heit veiði í þágu ástarinnar er nafn leiksins hér. Stefnumóta senan getur verið mörkuð af ástríðufullu aðdráttarafli og áráttukenndum kynferðislegum tilraunum til að vekja á sér athygli. Ef þú ert skapandi, þá er sköpun þín, sama hverju nafni hún kallast, mörkuð af ástríðu og ákefð. Þú munt eyða miklum tíma og orku í tilraunir sem færa þér persónulega ánægju. Áhugamál og afþreying hafa tilhneigingu til að liggja nálægt íþrótta- og kappsömum línum. Þú spilar af mikilli hörku. Börnin þín munu vera öflug, hvatvís og krefjandi. Áhættusækin verkefni (sérstaklega fjárhagslega) geta verið vafasöm. Kannaðu vatnið áður en þú stingur hausnum ofan í það. Farðu vel eftir innsæinu þínu í þessum málum og það verður sennilega allt í lagi. Mars í baksnúningi Lærðu að tjá reiðina í stað þess að halda henni inni þar sem hún getur fest sig og skapað alvarlegt þunglyndi. Það er mikilvægt fyrir þig að uppgötva að þú getur sleppt þér og lifað það af. Þegar þú gefur þér leyfi til að viðurkenna þína eigin óánægju á heilbrigðan hátt, þá muntu síður draga að þér árásargirni annarra. Mars í baksnúningi út frá fyrri lífum Að standa algjörlega með sjálfri þér getur verið erfitt viðfangs vegna þess að í öðru lífi eða lífum hefur ofstopi/yfirgangur annað hvort verið misnotaður (af þér eða gegn þér) og / eða allt persónulegt frumkvæði og eigin vilji þar sem harðlega hefur verið dregin kjarkur úr þér. Þú getur verið að þú sýnir aldrei persónulegan styrk. Ómeðvitað, getur þú neitað að sýna nokkurn styrk (hvorki líkamlegan eða tilfinningalegan), vegna ótta um að ef þú gefur því einu sinni lausan tauminn, þá sért þú ekki fær um að hafa stjórn á sjálfri þér. Lexían í þessu lífi er að gera sér grein fyrir því að kraftur er ekki það sama og spilling. Notaðu orkuna þína til þess að vera öðrum stuðningur, án þess að reyna að stjórna þeim. Uppskerana munu verða að öðlast sjálfsvirðingu á ný sem glataðist í öðru lífi.
Mars út frá orkustöðvunum. Mars í nauti. Mars í 5. húsi. Efst á síðu
|
||||||||||||||||||||||