Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Uppeldi

Eftir Kim Eng

Grunneðli okkar er ást. Þannig að það má gera ráð fyrir því að börn sem koma inn í þennan heim reikni með ást. Fæst börn fæðast þó inn í fjölskyldu sem gefur skilyrðislausa ást, heldur fjölskyldu sem veinar af sársauka. Þetta er fjölskyldusamsteypa sem byggð er upp á því sem ég kalla "særðar sálir."
Þegar við erum sjálf særð þá ölum við upp særð börn. Í einum kafla í Gamla testamentinu segir að syndir föðurins muni halda áfram frá einni kynslóð til annarrar (Mósebók 20: 5). Á meðan við erum ekki tilbúin að vakna og fara að upplifa okkar náttúrlega kærleiksástand, þá höldum við áfram með vitundarskort okkar til barnanna, fjölskyldna, vina og vinnufélaga. Með öðrum orðum, því særðari sem við erum, því meiri þjáningum erum við að valda sjálfum okkur og öðrum.

Við erum mann verur. Þetta felur í sér, eins og Eckhart Tolle segir, að við erum í tveimur víddum: þeirri mannlegu og andlegu. Mannlega víddin samanstendur af líkamanum og hinum skilyrta huga, auk tilfinninga sem fylgja. Hins vegar, ef við erum án vitundar eða núveru - sem er vídd hins andlega – þá gerir mannlegi þátturinn ráð fyrir margbreytileika sem fer fljótlega úr skorðum.  Það er þannig sem of stórt egó þróast, skyggir á tilveru okkar og skapar falska sjálfsmynd.

Vídd hins andlega (of being) er formlaus. Við getum kallað hana anda, meðvitund eða vitund. Það þarf vakandi eða meðvitaða foreldra til þess að ala upp meðvituð börn. Svo það eru, myndi ég segja, tvær hliðar á meðvitund foreldra: mannleg þróun og þróuð verund. Þið segið barninu að taka til í herberginu sínu, gera heimavinnuna sína, þið hjálpið þeim með skólastarfið og svarið spurningum þeirra eftir bestu getu... allt þetta er gert í gegnum mannlegan þroska barnsins. Hið mannlega, sem Eckhart kallar einnig "að gera", er auðvitað nauðsynlegt, en það eitt og sér getur aldrei leitt til varanlegrar hamingju án þess að vera meðvituð um það andlega (of being), sem er skilningur á því hver eða hvað þú ert í raun.

Hinn andlegi þáttur (the being) leiðir í ljós hina sönnu tjáning sjálfs síns, eins og blóm sem opnar blöðin sín á þokkafullan hátt. Báðar víddirnar, sú mannlega og andlega (being)  þurfa að vera samþykktar og studdar í lífi barnsins.

Þegar við höfum gleymt því hver við erum, og fólkið í kringum okkur hefur gleymt því hver það er, hvernig getum við þá búist við því að börnin okkar muni hver þau eru? Það er mikilvægt að við minnum okkur og börnin okkar á það hver þau eru í eðli sínu. Hér er ein leið til að hjálpa barninu þínu að vera í eða tengjast aftur við veruna sína (their being). Farðu út í göngutúr í náttúrunni og deildu þeirri reynslu að fullu með barninu þínu. Andaðu að þér loftinu, finndu ilminn, skoðaðu og hlustaðu eftir hljóðum, og vertu í náttúrunni án þess að skilgreina skynjun þína. Skilgreiningar draga úr hæfileikum okkar til þess að tengjast við kjarna náttúrunnar, sem er líf. Kjarni náttúrunni er einnig kjarni þess hver og hvað við erum - veran (the being) hið innra.  

Mest af þeim tíma, sem við verjum í samskiptum við börn er frekar á mannlegum nótum en á andlegu stigi. Þessi "skortur á verund" skapar frekari aðskilnað frá hinu sanna eðli þeirra, sem þau geta ekki gert sér grein fyrir. Þegar við gerum okkur grein fyrir að hið mannlega og veran eru eitt, þá geta tengsl okkar við börnin breyst. Þegar við gerum okkur grein fyrir að megin örlög þeirra er blómstrun verundar þeirra, þá mun mannleg framþróun þeirra vera sett á sinn rétta stað, sem nauðsynleg viðbót við uppeldi þeirra.

Kim Eng is a teacher and healer, as well as a facilitator of her Presence through Movement workshops and practice. Her teachings are aimed at the transformation of consciousness through the integration of body, mind, and spirit. To learn more about Resist Nothing or to purchase a copy, click here. For more information about Kim Eng and her work, click here.


 

 

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur